Nýsjálendingum ofboðið eftir „sársaukafullt“ viðtal við Ardern Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 06:34 Jacinda Ardern og Clark Gayford vissu ekki hvernig þau áttu að haga sér. Skjáskot Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér. Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Óþægilegt og löðrandi í karlrembu eru hugtökin sem Nýsjálendingar nota til að lýsa viðtali við forsætisráðherra þeirra, Jacindu Ardern, og eiginmann hennar sem frumsýnt var í gær. Viðtalið var dagskrárliður í áströlsku útgáfu 60 mínútna og vissu Nýsjálendingar vart hvaðan á þá stóð veðrið þegar hinn reyndi fréttamaður Charles Wooley hóf þáttinn á því að segja Jacindu Ardern vera huggulega. Í auglýsingum fyrir þáttinn var forsætisráðherrann jafnframt sagður vera „engum líkur“ enda væri Ardern „ung, heiðarleg og þunguð.“ „Ég hef hitt marga forsætisráðherra í gegnum árin,“ sagði Wooley er hann gekk við hlið Ardern um ganga þinghússins áður en myndavélinni var beint að brosi forsætisráðherrans. „En engan hef ég hitt sem er jafn ungur, klár og myndarlegur,“ bætti þáttastjórnandinn við.Wooley lét ekki þar við sitja heldur sagðist, rétt eins og Nýsjálenska þjóðina, vera „gagntekinn“ af Ardern. Þá vildi hann ólmur vita nákvæmlega hvenær von væri á barni þeirra hjóni því að „margir væru að reikna sig aftur á bak.“ Átti hann þar við að „margir,“ án þess að útskýra það nánar, væru forvitnir um hvenær barnið hafi verið getið. Eftir að hafa sjálfur dregið 9 mánuði frá væntanlegum fæðingardegi, 17. júní næstkomandi, sagði Wooley. „Ég á sjálfur 6 börn og finnst því ekkert skrítið að fólk eignist börn. Af hverju ættu þau ekki að vera getin í miðri kosningabaráttu?“Viðbrögð við viðtalinu létu ekki á sér standa. Landar Ardern létu 60 mínútur heyra það á samfélagsmiðlum og kvörtuðu ekki síst yfir óþægilega persónulegum spurningum. Þá var Wooley sagður vera karlremba og ekki húsum hæfur. Aðrir sögðust hafa fengið „óþægindahroll“ við áhorfið, öðrum „bauð við því“ og sumir sögðu einfaldlega að það hafi verið „sársaukafullt“ að sitja í gegnum það. Aðstandendur 60 mínútna hafa komið Wooley til varnar og segja hann einungis hafa verið að draga fram það mannlega í fari og persónu forsætisráðherrans. Ardern sagði sjálf nú í morgun að hún muni ekki missa svefn yfir viðtalinu. Fleiri myndbrot úr viðtalinu má nálgast með því að smella hér.
Tengdar fréttir Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03 Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00 Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47 Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Sjá meira
Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi Fylgi nýsjálenska Verkamannaflokksins hefur aukist um tuttugu prósent á síðustu vikum. 11. september 2017 13:03
Yngsta konan í ráðherrasætinu Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum. 20. október 2017 06:00
Katrín óskar forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með óléttuna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur óskað Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands til hamingju með að eiga von á barni á Twitter. 28. janúar 2018 19:47
Forsætisráðherrann verður móðir Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Arden, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford 19. janúar 2018 06:37