Hamrén um Arnór: Hann verður góður en ungir leikmenn þurfa að spila Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. október 2018 13:44 Arnór í baráttunni við einn besta varnarmann í heimi, Raphael Varane vísir/getty Arnór Sigurðsson hefur fengið mikla athygli á síðustu misserum og kom hann meðal annars inn sem varamaður fyrir CSKA Moskvu gegn Evrópumeisturum Real Madrid í Meistaradeild Evrópu um daginn. Arnór var ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki gegn Frökkum og Sviss, en Erik Hamrén sagði ástæðuna fyrir því vera að hann teldi Arnór fá meiri spilatíma með U21 landsliðinu. „Við höfum rætt hann. Hann er einn af þeim leikmönnum í U21 landsliðinu sem við erum með mikinn áhuga á. Að mínu mati eru þrír, fjórir leikmenn þar sem við höfum mikinn áhuga á,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag þar sem hann tilkynnti landsliðshópinn. „Ég sá hann í Norrköpping áður en ég tók við landsliðinu og hann heillaði mig. Hann verður góður.“ „Ungir leikmenn þurfa að spila. Ég er ánægður með að þjálfarinn treystir honum og hann fær tækifærin, en ég tel að það sé betra fyrir hann að spila með U21 liðinu.“ Hamrén gaf svipað svar eftir að hann valdi síðasta hóp, en þá var leikmaðurinn Albert Guðmundsson en ekki Arnór. Albert er í hópnum í dag. „Ég mun segja það sama við hann og ég sagði við Albert síðast. Spilaðu með U21 og vertu góður þar. Ungir leikmenn þurfa að spila.“ „Ég hef mikla trú á honum,“ sagði Erik Hamrén. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima. 5. október 2018 13:30 Hamrén: Jón Dagur einn af ungu leikmönnunum sem við höfum trú á Erik Hamrén hefur trú á því að Jón Dagur Þorsteinsson geti spilað með A-landsliðinu. 5. október 2018 13:32 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira
Arnór Sigurðsson hefur fengið mikla athygli á síðustu misserum og kom hann meðal annars inn sem varamaður fyrir CSKA Moskvu gegn Evrópumeisturum Real Madrid í Meistaradeild Evrópu um daginn. Arnór var ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki gegn Frökkum og Sviss, en Erik Hamrén sagði ástæðuna fyrir því vera að hann teldi Arnór fá meiri spilatíma með U21 landsliðinu. „Við höfum rætt hann. Hann er einn af þeim leikmönnum í U21 landsliðinu sem við erum með mikinn áhuga á. Að mínu mati eru þrír, fjórir leikmenn þar sem við höfum mikinn áhuga á,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag þar sem hann tilkynnti landsliðshópinn. „Ég sá hann í Norrköpping áður en ég tók við landsliðinu og hann heillaði mig. Hann verður góður.“ „Ungir leikmenn þurfa að spila. Ég er ánægður með að þjálfarinn treystir honum og hann fær tækifærin, en ég tel að það sé betra fyrir hann að spila með U21 liðinu.“ Hamrén gaf svipað svar eftir að hann valdi síðasta hóp, en þá var leikmaðurinn Albert Guðmundsson en ekki Arnór. Albert er í hópnum í dag. „Ég mun segja það sama við hann og ég sagði við Albert síðast. Spilaðu með U21 og vertu góður þar. Ungir leikmenn þurfa að spila.“ „Ég hef mikla trú á honum,“ sagði Erik Hamrén.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima. 5. október 2018 13:30 Hamrén: Jón Dagur einn af ungu leikmönnunum sem við höfum trú á Erik Hamrén hefur trú á því að Jón Dagur Þorsteinsson geti spilað með A-landsliðinu. 5. október 2018 13:32 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira
Enginn Jón Daði en Albert og Jón Dagur fá sæti í landsliðshópnum Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag hópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í vináttuleik ytra 11. október og Sviss mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Þetta verður þriðji leikur liðsins í Þjóðadeildinni en fyrstu tveir töpuðust illa gegn Sviss úti og Belgíu heima. 5. október 2018 13:30
Hamrén: Jón Dagur einn af ungu leikmönnunum sem við höfum trú á Erik Hamrén hefur trú á því að Jón Dagur Þorsteinsson geti spilað með A-landsliðinu. 5. október 2018 13:32