Sanchez fullkomnaði endurkomu United Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2018 18:30 Sanchez og Fellaini fagna sigurmarkinu í kvöld. Vísir/Getty Manchester United kom til baka gegn Newcastle og vann 3-2 sigur eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Voru leikmenn United að bjarga starfinu hjá Jose Mourinho? Það byrjaði ekki vel fyrir United. Kenedy kom Newcastle yfir á sjöundu mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 er Yohsinori Muto tvöfaldaði forystuna. Þannig stóðu leikar í hálfleik og voru leikmenn United baulaðir af velli i hálfleik. Jose Mourinho gerði breytingu í hálfleik; setti Marouane Fellaini inn í stað Scott McTominay. Annar varamaður, Juan Mata, minnkaði muninn með frábærri aukaspyrnu á 70. mínútu en það var bara byrjunin á endurkomu United. Anthony Martial jafnaði metin sex mínútum síðar eftir frábæran samleik við Paul Pogba og í uppbótartíma var það skalli Alexis Sanchez sem tryggði United dramatískan sigur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð stjórans Jose Mourino en óvíst er hvort að þessi endurkomusigur bjargi starfinu eða hvort að hann verði látinn fara í fríinu sem framundan er. United er nú í áttunda sæti deildarinnar með þrettán stig en Newcastle er í rosalegum vandræðum. Liðið er með tvö stig í nítjánda sæti deildarinnar. Enski boltinn
Manchester United kom til baka gegn Newcastle og vann 3-2 sigur eftir að hafa verið 2-0 undir í hálfleik. Voru leikmenn United að bjarga starfinu hjá Jose Mourinho? Það byrjaði ekki vel fyrir United. Kenedy kom Newcastle yfir á sjöundu mínútu og þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 er Yohsinori Muto tvöfaldaði forystuna. Þannig stóðu leikar í hálfleik og voru leikmenn United baulaðir af velli i hálfleik. Jose Mourinho gerði breytingu í hálfleik; setti Marouane Fellaini inn í stað Scott McTominay. Annar varamaður, Juan Mata, minnkaði muninn með frábærri aukaspyrnu á 70. mínútu en það var bara byrjunin á endurkomu United. Anthony Martial jafnaði metin sex mínútum síðar eftir frábæran samleik við Paul Pogba og í uppbótartíma var það skalli Alexis Sanchez sem tryggði United dramatískan sigur. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð stjórans Jose Mourino en óvíst er hvort að þessi endurkomusigur bjargi starfinu eða hvort að hann verði látinn fara í fríinu sem framundan er. United er nú í áttunda sæti deildarinnar með þrettán stig en Newcastle er í rosalegum vandræðum. Liðið er með tvö stig í nítjánda sæti deildarinnar.