Enski boltinn

Mourinho: Ef það rignir í London á morgun, þá er það mér að kenna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho líflegur á hliðarlínunni í kvöld.
Mourinho líflegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segist ánægður með drengina sína í síðari hálfleik en segir að liðið hafið ráðið illa við stressið í fyrri hálfleik.

„Við byrjuðum og verum stressaðir. Í mínum huga þá réð liðið ekki vel við þessar mannaveiðar,” sagði Mourinho og var þá að tala um mannaveiðarnar á sig sjálfan.

„Allir boltar inn í teiginn voru nánast mark eða mistök. Í hálfleik töluðum við saman og við komum út í síðari hálfleikinn var andi í liðinu. Öðruvísi trú og gefa allt fyrir sigurinn.”

„Enginn hér er mikilvægari en félagið. Þetta er ekki um mig eða félagið. Þetta snýst um félagið. Í síðari hálfleik gáfu leikmennirnir allt og þeir skildu allt eftir á vellinum.”

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mourinho en hann hefur verið orðaður burt frá Old Trafford. Hann segir að þetta séu ekkert annað en mannaveiðar.

„Ég er 55 ára gamall og þetta er í fyrsta skipti sem ég sé mannaveiðar. Ég get ráðið við það og lifað við það en sumir leikmennirnir réðu ekki nægilega vel við það.”

„Ég ætla að fara til London í kvöld. Ef það rignir í London á morgun, þá er það mér að kenna. Ef það er vandamál með Brexit, þá er það mér að kenna,” sagði Portúgalinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×