„Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 21:00 Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015. Skattar og tollar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Sjá meira
Virðisaukaskattur skilar sáralitlum tekjum í ríkissjóð að sögn viðskiptafræðings. Tímabært sé að endurskoða virðisaukaskattskerfið, undanþágur séu of margar og kerfið ógagnsætt. Æskilegra væri að taka upp 1,5 prósent flatan veltuskatt sem myndi skila hærri tekjum til ríkissjóðs. Jóhann Elíasson er nýútskrifaður úr viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri og fjallaði lokaverkefni hans um kosti og galla virðisaukaskattskerfisins á Íslandi og komst að athyglisverðri niðurstöðu. „Virðisaukaskatturinn er bókstaflega engu að skila. Tekjurnar 2011 voru 20 milljarðar og 2012 voru þær 18. Svo hafa þær reyndar farið hækkandi eftir það,“ segir Jóhann. Rannsókn Jóhanns byggir á gögnum Ríkisskattsstjóra frá árunum 2011 til 2015. Mismunur inn og útskatts segir til um þær tekjur sem eftir verða en þær voru á árinu 2011 rúmir 20 milljarðar. Árið 2012 nam mismunurinn ekki nema tæpum 19 milljörðum en hefur farið hækkandi síðan og var rúmir 53 milljarðar árið 2015. Þetta segir Jóhann vera sáralitlar upphæðir í stóra samhenginu og leggur hann til að skoðað verði að í stað virðisaukaskatts verði tekinn upp 1,5% skattur af allri veltu.Jóhann bar saman muninn á þeim tekjum sem eftir verða í ríkissjóði af virðisaukaskatti annars vegar og af ætluðum tekjum af 1,5% veltuskatti.Vísir/Tótla„Þá er bara tekin viss prósenta af veltu fyrirtækjanna og þeir borga samkvæmt því. Engar undanþágur og ekki neitt svoleiðis,“ segir Jóhann. „Virðisaukaskatturinn í dag hann er í tveimur þrepum, 24% og 11%, en þessi veltuskattur hann færi í 1,5% og hinn myndi alveg hverfa þannig þetta er veruleg skattalækkun.“ Í rannsókninni bar Jóhann saman rauntekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti og ætlaðar tekjur af 1,5% veltuskatti. Munurinn er þónokkur þegar skoðað er árið 2011 og hefðu tekjur af veltuskatti farið hægt vaxandi milli ára á tímabilinu 2011-2015 samkvæmt útreikningum Jóhanns. Í öllum tilfellum hefðu tekjur af veltuskatti verið hærri en af virðisauka. „Söluskatturinn hann var í 30 ár og þá voru menn að tala um að hann væri orðinn úreltur og þar fram eftir götunum. Vaskurinn er búinn að vera í 28 ár, er ekki að koma tími á hann?“ spyr Jóhann.Uppfært: Niðurstöður í ritgerð Jóhanns stangast á við raunverulegar tekjur ríkisins af virðisaukaskatti. Hið rétta er að virðisaukaskattur er stærsti tekjustofn ríkisins og námu tekjur af virðisaukaskatti til að mynda 26,6% af heildartekjum árið 2015.
Skattar og tollar Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Sjá meira