Höfnuðu beiðni um áfrýjun byggðri á „utanklæðakynlífi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2018 12:43 Brock Turner. Vísir/Getty Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners, fyrrverandi nemanda og sundkappa við Stanford-háskóla, um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. Lögmaður Turners bað um að dómnum yrði áfrýjað á grundvelli þess að Turner hefði ekki nauðgað konunni heldur stundað með henni „utanklæðakynlíf“. Þrír dómarar í borginni San Jose í Kaliforníu höfnuðu beiðninni á miðvikudag. Byggðu þeir úrskurð sinn meðal annars á því að sönnunargögn skorti í málflutningi lögmannsins og verður Turner því áfram á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Við réttarhöld í júlí fór lögmaður Turners fram á að dómnum yrði snúið við og bar fyrir sig hugtakinu „utanklæðakynlíf“, eða „outercourse“ upp á ensku. Hann skilgreindi það sem „tegund kynlífs“ þar sem „getnaðarlim færi ekki inn í leggöng“. Þá væru báðir aðilar jafnframt fullklæddir á meðan á því stæði. Þetta utanklæðakynlíf átti Turner að hafa stundað með konunni fyrir aftan ruslagáminn og ásetningur til nauðgunar hafi þannig ekki verið til staðar. Lögmaðurinn hélt því einnig fram að kviðdómurinn sem kvað upp dóminn yfir Turner hefði stuðst við vangaveltur og „fyllt í eyðurnar“ er ákvörðun um sakfellingu var tekin.Vakti mikla athygli Mál Turners, sem einnig er þekktur undir nafninu Stanford-nauðgarinn, vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í sex mánaða fangelsi þar sem hann taldi að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Hann afplánaði helming dómsins, þrjá mánuði. Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Dómstóll í Kaliforníu hefur hafnað beiðni Brocks Turners, fyrrverandi nemanda og sundkappa við Stanford-háskóla, um áfrýjun dóms sem hann hlaut fyrir að nauðga meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám í janúar árið 2015. Lögmaður Turners bað um að dómnum yrði áfrýjað á grundvelli þess að Turner hefði ekki nauðgað konunni heldur stundað með henni „utanklæðakynlíf“. Þrír dómarar í borginni San Jose í Kaliforníu höfnuðu beiðninni á miðvikudag. Byggðu þeir úrskurð sinn meðal annars á því að sönnunargögn skorti í málflutningi lögmannsins og verður Turner því áfram á skrá yfir kynferðisafbrotamenn í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Við réttarhöld í júlí fór lögmaður Turners fram á að dómnum yrði snúið við og bar fyrir sig hugtakinu „utanklæðakynlíf“, eða „outercourse“ upp á ensku. Hann skilgreindi það sem „tegund kynlífs“ þar sem „getnaðarlim færi ekki inn í leggöng“. Þá væru báðir aðilar jafnframt fullklæddir á meðan á því stæði. Þetta utanklæðakynlíf átti Turner að hafa stundað með konunni fyrir aftan ruslagáminn og ásetningur til nauðgunar hafi þannig ekki verið til staðar. Lögmaðurinn hélt því einnig fram að kviðdómurinn sem kvað upp dóminn yfir Turner hefði stuðst við vangaveltur og „fyllt í eyðurnar“ er ákvörðun um sakfellingu var tekin.Vakti mikla athygli Mál Turners, sem einnig er þekktur undir nafninu Stanford-nauðgarinn, vakti mikla athygli og reiði í Bandaríkjunum eftir að dómur yfir honum var kveðinn upp árið 2016. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en dómari taldi hins vegar viðeigandi að dæma Turner í sex mánaða fangelsi þar sem hann taldi að þyngri dómur hefði alvarlegar afleiðingar fyrir Turner. Hann afplánaði helming dómsins, þrjá mánuði. Viðbrögð aðstandenda Turner vöktu einnig athygli á sínum tíma. Faðir Turners sendi til að mynda bréf til dómarans og sagði að það væri ekki viðeigandi refsing að senda son hans í fangelsi fyrir eitthvað sem „aðeins tók tuttugu mínútur.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15 Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Ætlaði ekki að nauðga konunni heldur stunda með henni „utanklæðakynlíf“ Lögmenn Brock Turners, sem kallaður hefur verið Stanford-nauðgarinn, áfrýjuðu dómnum yfir honum seint á síðasta ári. Við réttarhöld í Kaliforníu í gær fór lögmaður hans fram á að dómnum yrði snúið við. 25. júlí 2018 23:15
Dómarinn í Stanford-nauðgunarmálinu settur af Kjósendur í Kaliforníu afturkölluðu umboð dómarans sem þótti hafa sýnt nauðgara mildi. 6. júní 2018 07:51