Þjófur sérhæfður í innbrotum í bílaleigubíla veldur lögreglu vanda Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. desember 2018 23:40 Maðurinn sem er í haldi lögreglu er grunaður um innbrot í fjölmarga Dacia Duster bíla í póstnúmerinu 101. Vísir Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira
Lögreglan telur sig nú vita að karlmaður, sem sætt hefur gæsluvarðhaldi vegna innbrota í fjölda bílaleigubíla í miðbænum, hafi brotist inn í hátt í sjötíu bíla. Þar hafi hann stolið verðmætum fyrir tugi milljóna. Maðurinn er í gæsluvarðahaldi til þar til um miðjan janúar grunaður um fjölmörg innbrot í bíla af tegundinni Dacia Duster síðustu mánuði þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. Þessi bílategund er mjög vinsæl hjá bílaleigum landsins og því mjög algengt að ferðamenn séu á slíkum bílnum. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir það hafa tekið lögreglu nokkurn tíma að átta sig á mynstrinu og umfanginu en nú sé búið að kortleggja öll innbrot í bíla af þessari tegund á síðustu mánuðum. „Hann einhvern veginn náði að snúa læsingunni út og fór eins og eldur um sinu hér í hverfinu 101. Við erum komin með fimmtíu, sextíu, sjötíu innbrot í svona bíla,“ segir Jóhann Karl. Hann segir verðmætin sem hafi tapast hjá ferðmönnunum hlaupa á tugum milljóna. Þrátt fyrir að þessi maður sé í gæsluvarðhaldi sé nokkuð um að brotist sé inn í bíla hjá ferðamönnum enda oft talsverð verðmæti þar á ferð. Ferðamenn komi og fari á meðan íslendingar geti varað hvorn annan við bylgjum sem þessum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Hann segir að það sé nokkuð strembið fyrir lögreglu að vinna svona mál. „Þetta er hvít úlpa og græn taska eða myndavél og fólk er jafnvel komið aftur til Kína. Og það þarf að hafa samband á tölvupósti og það þarf að lýsa úlpunni nákvæmlega svo við vitum að þetta sé þín úlpa en ekki einhvers annars. Þetta er svakaleg vinna,“ segir Jóhann Karl. Maðurinn, sem nú er í gæsluvarðhaldi er af erlendu bergi brotinn, en hann hefur neitað sök í málinu.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Sjá meira
Í gæsluvarðhald grunaður um að herja á vinsæla ferðamannabíla Landsréttur hefur staðfest úskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skuli sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi miðvikudags. Maðurinn er grunaður um fjölmörg innbrot í Dacia Duster bíla undanfarnar vikur þar sem talsverðum verðmætum hefur verið stolið úr bílunum. 26. nóvember 2018 16:34