Írar kjósa um afnám banns við fóstureyðingum á morgun: Lögin komi verst niður á jaðarsettum konum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. maí 2018 20:53 Steinunn Rögnvaldsdóttir segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur á morgun. Vísir/gunnar v. andrésson Á morgun, föstudag, ganga Írar til kosninga um afnám banns við fóstureyðingum. Umdeild ákvæði í stjórnarskrá landsins fjallar um bann við fóstureyðingum. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vildu sjá breytingu á áttunda ákvæði stjórnarskrárinnar voru með örugga forystu en bilið á milli hópanna hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær dregur kosningum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Réttur kvenna til frjálsra fóstureyðinga hefur Steinunni verið hugleikinn um langt skeið. Í brúðkaupsferðinni hafi hún og eiginmaður hennar farið til Hollands og Dublin og tekið þátt í kröfugöngu fyrir rétti kvenna til ákveða sjálfar. Steinunn segir að það hefði mikla þýðingu fyrir konur ef breytingarnar ganga í gegn. Það myndi auka öryggi þeirra og frelsi til muna auk þess sem skömminni yrði vísað á bug. Í dag er litið á írskar konur sem rjúfa meðgöngu sem glæpamenn. „Hámarks refsing fyrir að framkvæma ólöglega fóstureyðingu er 14 ár, fyrir bæði konur og lækna. Sá refsirammi hefur held ég ekki verið fullnýttur en það hefur nýlega verið dæmt eftir þessum lögum. Árið 2016 var kona dæmd fyrir að hafa tekið pillu,“ segir Steinunn.Konur hafa fjölmennt í kröfugöngum fyrir rétti kvenna til frjálsa fóstureyðinga í aðdraganda kosninga.Vísir/afpSkömmin finnur sér leiðEr hlutur skammarinnar mikill og áþreifanlegur? Fannstu fyrir því þegar þið skrifuðuð bókina? „Það var fyrirferðamikið þema, alls ekki allar skömmuðust sín en margar skömmuðust sín fyrir að líða ekki illa. Skömmin fann sér leið. Drusluskömmun var líka fyrirferðarmikið þema; þetta hafði ekki átt að koma fyrir, þær hefðu átt að passa sig og svo framvegis. Skömmin seytlaði inn í margvíslegu formi og hún gerir það eflaust líka á Írlandi.“Lögin komi verst niður á jaðarsettum hópumSteinunn segir að írskar konur rjúfi meðgöngu þrátt fyrir að þær séu bannaðar á Írlandi. Þær leiti sér einfaldlega læknisaðstoðar í öðrum löndum, fyrst og fremst á Bretlandi en líka Hollandi, auk þess sem þær panta pillur af netinu. „Hvort tveggja er mjög slæmt,“ segir Steinunn því forsenda fyrir því að ferðast erlendis er að eiga fyrir fargjaldinu, hafa vegabréf og vera skráðar. „Það útilokar strax konur sem eru óskráðar.“ „Þær eru í þúsundatali sem fara erlendis í fóstureyðingar. Það eru bara þær sem fara. Þær sem panta sér pillu eru ekki inn í þessum tölum, það er líka mikill fjöldi,“ útskýrir Steinunn. Þær sem panta pillur til að framkvæma fóstureyðingar (sem er einungis hægt að nota fyrir 12. Viku meðgöngu) búa ekki við sömu aðstæður og íslenskar konur sem eiga kost á því að fara til læknis, fá ráðgjöf og lyfseðil. „Þær panta þetta á netinu og svo taka þær pilluna án þess að vita nákvæmlega hvað í því felst. Þær vita hverjar aukaverkanirnar eru og svo framvegis,“ segir Steinunn sem segir lögin koma í veg fyrir að þær leiti sér læknisaðstoðar ef þær þurfi þess. „Ef þær vita að þær eru að fremja glæp þá eru þær síður líklegar til að leita sér læknisaðstoðar ef þær telja að verkirnir séu óeðlilegir. Það er verið að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Steinunn.Skertur trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnarEf af breytingunum verður, þýðir það ekki dvínandi ítök kaþólsku kirkjunnar?„Jú, það sem mér finnst athyglisvert við þetta er að, miðað við það sem ég hef lesið, kaþólska kirkjan hafi haldið sig til hlés í umræðunni. Þau eru meðvituð um að trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnar er skertur vegna ýmissa kynferðisofbeldisbrota sem hafa komið upp hjá kirkjunni. Þau láta aðra sjá um að keyra baráttuna áfram og eru frekar eins og aftursætisbílstjórar.“ Ef Írar kjósa með breytingum á morgun gæti það þýtt að fóstureyðingar yrðu gerðar frjálsar fram að tólftu viku en með ákveðnum takmörkunum eftir það. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Á morgun, föstudag, ganga Írar til kosninga um afnám banns við fóstureyðingum. Umdeild ákvæði í stjórnarskrá landsins fjallar um bann við fóstureyðingum. Skoðanakannanir sýndu í fyrstu að þeir sem vildu sjá breytingu á áttunda ákvæði stjórnarskrárinnar voru með örugga forystu en bilið á milli hópanna hefur minnkað statt og stöðugt eftir því sem nær dregur kosningum. Steinunn Rögnvaldsdóttir, kynjafræðingur og annar tveggja höfunda bókarinnar Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum, segir að það sé mikið í húfi fyrir írskar konur. Réttur kvenna til frjálsra fóstureyðinga hefur Steinunni verið hugleikinn um langt skeið. Í brúðkaupsferðinni hafi hún og eiginmaður hennar farið til Hollands og Dublin og tekið þátt í kröfugöngu fyrir rétti kvenna til ákveða sjálfar. Steinunn segir að það hefði mikla þýðingu fyrir konur ef breytingarnar ganga í gegn. Það myndi auka öryggi þeirra og frelsi til muna auk þess sem skömminni yrði vísað á bug. Í dag er litið á írskar konur sem rjúfa meðgöngu sem glæpamenn. „Hámarks refsing fyrir að framkvæma ólöglega fóstureyðingu er 14 ár, fyrir bæði konur og lækna. Sá refsirammi hefur held ég ekki verið fullnýttur en það hefur nýlega verið dæmt eftir þessum lögum. Árið 2016 var kona dæmd fyrir að hafa tekið pillu,“ segir Steinunn.Konur hafa fjölmennt í kröfugöngum fyrir rétti kvenna til frjálsa fóstureyðinga í aðdraganda kosninga.Vísir/afpSkömmin finnur sér leiðEr hlutur skammarinnar mikill og áþreifanlegur? Fannstu fyrir því þegar þið skrifuðuð bókina? „Það var fyrirferðamikið þema, alls ekki allar skömmuðust sín en margar skömmuðust sín fyrir að líða ekki illa. Skömmin fann sér leið. Drusluskömmun var líka fyrirferðarmikið þema; þetta hafði ekki átt að koma fyrir, þær hefðu átt að passa sig og svo framvegis. Skömmin seytlaði inn í margvíslegu formi og hún gerir það eflaust líka á Írlandi.“Lögin komi verst niður á jaðarsettum hópumSteinunn segir að írskar konur rjúfi meðgöngu þrátt fyrir að þær séu bannaðar á Írlandi. Þær leiti sér einfaldlega læknisaðstoðar í öðrum löndum, fyrst og fremst á Bretlandi en líka Hollandi, auk þess sem þær panta pillur af netinu. „Hvort tveggja er mjög slæmt,“ segir Steinunn því forsenda fyrir því að ferðast erlendis er að eiga fyrir fargjaldinu, hafa vegabréf og vera skráðar. „Það útilokar strax konur sem eru óskráðar.“ „Þær eru í þúsundatali sem fara erlendis í fóstureyðingar. Það eru bara þær sem fara. Þær sem panta sér pillu eru ekki inn í þessum tölum, það er líka mikill fjöldi,“ útskýrir Steinunn. Þær sem panta pillur til að framkvæma fóstureyðingar (sem er einungis hægt að nota fyrir 12. Viku meðgöngu) búa ekki við sömu aðstæður og íslenskar konur sem eiga kost á því að fara til læknis, fá ráðgjöf og lyfseðil. „Þær panta þetta á netinu og svo taka þær pilluna án þess að vita nákvæmlega hvað í því felst. Þær vita hverjar aukaverkanirnar eru og svo framvegis,“ segir Steinunn sem segir lögin koma í veg fyrir að þær leiti sér læknisaðstoðar ef þær þurfi þess. „Ef þær vita að þær eru að fremja glæp þá eru þær síður líklegar til að leita sér læknisaðstoðar ef þær telja að verkirnir séu óeðlilegir. Það er verið að stofna lífi þeirra í hættu,“ segir Steinunn.Skertur trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnarEf af breytingunum verður, þýðir það ekki dvínandi ítök kaþólsku kirkjunnar?„Jú, það sem mér finnst athyglisvert við þetta er að, miðað við það sem ég hef lesið, kaþólska kirkjan hafi haldið sig til hlés í umræðunni. Þau eru meðvituð um að trúverðugleiki kaþólsku kirkjunnar er skertur vegna ýmissa kynferðisofbeldisbrota sem hafa komið upp hjá kirkjunni. Þau láta aðra sjá um að keyra baráttuna áfram og eru frekar eins og aftursætisbílstjórar.“ Ef Írar kjósa með breytingum á morgun gæti það þýtt að fóstureyðingar yrðu gerðar frjálsar fram að tólftu viku en með ákveðnum takmörkunum eftir það.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira