Abraham skoraði fjögur í ótrúlegum leik á Villa Park Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 21:42 Áhorfendur fengu sannarlega sitt fyrir peninginn á Villa Park í kvöld vísir/getty Tíu mörk voru skoruð á Villa Park í kvöld þegar Aston Villa og Nottingham Forest áttust við í ótrúlegum leik í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Nottingham byrjuðu leikinn af miklum krafti. Lewis Grabban og Joao Carvalho skoruðu sitt hvort markið á fyrstu sex mínútum leiksins. Tammy Abraham var búinn að jafna leikinn áður en korter var liðið af leiktímanum með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Matthew Cash kom gestunum aftur yfir á 22. mínútu en Abraham fullkomnaði þrennuna af vítapunktinum áður en fyrri hálfleikur var úti. Yannick Bolasie fiskaði vítaspyrnuna þegar Jack Robinson braut á honum innan vítateigs. Þegar dómari leiksins flautaði loks til hálfleiks var staðan því 3-3 eftir ótrúlegan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði af sama krafti og sá fyrri. Joe Lolley skoraði fyrir gestina á 51. mínútu og kom þeim yfir. Lolley hafði lagt upp öll þrjú mörk Forest í fyrri hálfleiknum en náði loks að skora sjálfur. Á 68. mínútu fékk Tobias Figueirdo beint rautt spjald fyrir háa tæklingu á John McGinn. Gestirnir þurftu því að leika manni færri síðustu rúmu tuttugu mínútur leiksins. Tammy Abraham jafnaði leikinn í þriðja sinn með sínu fjórða marki á 71. mínútu og fjórum mínútum síðar náði Anwar El-Ghazi að koma Villa yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lolley var þó ekki á því að hans þrjár stoðsendingar og eitt mark færu í súginn og hann lagði upp jöfnunarmark Lewis Grabban fyrir Forest á 82. mínútu. Abraham hefði getað stolið sigrinum fyrir Villa með fimmta marki sínu í uppbótartíma en mark hans er dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum áður hafði El-Ghazi komið boltanum í netið en það mark var réttilega dæmt af þar sem hann handlék boltann í netið. Sigurmarkið kom ekki og leikurinn endaði með 5-5 jafntefli. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa þar sem hann er enn að ná sér eftir aðgerð á nára.Úrslit kvöldsins í B-deildinni: Aston Villa - Nottingham Forest 5-5 Ipswich - Bristol 2-3 Millwall - Birmingham 0-2 Swansea - West Brom 1-2 Wigan - Blackburn 3-1 Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Tíu mörk voru skoruð á Villa Park í kvöld þegar Aston Villa og Nottingham Forest áttust við í ótrúlegum leik í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Nottingham byrjuðu leikinn af miklum krafti. Lewis Grabban og Joao Carvalho skoruðu sitt hvort markið á fyrstu sex mínútum leiksins. Tammy Abraham var búinn að jafna leikinn áður en korter var liðið af leiktímanum með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Matthew Cash kom gestunum aftur yfir á 22. mínútu en Abraham fullkomnaði þrennuna af vítapunktinum áður en fyrri hálfleikur var úti. Yannick Bolasie fiskaði vítaspyrnuna þegar Jack Robinson braut á honum innan vítateigs. Þegar dómari leiksins flautaði loks til hálfleiks var staðan því 3-3 eftir ótrúlegan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði af sama krafti og sá fyrri. Joe Lolley skoraði fyrir gestina á 51. mínútu og kom þeim yfir. Lolley hafði lagt upp öll þrjú mörk Forest í fyrri hálfleiknum en náði loks að skora sjálfur. Á 68. mínútu fékk Tobias Figueirdo beint rautt spjald fyrir háa tæklingu á John McGinn. Gestirnir þurftu því að leika manni færri síðustu rúmu tuttugu mínútur leiksins. Tammy Abraham jafnaði leikinn í þriðja sinn með sínu fjórða marki á 71. mínútu og fjórum mínútum síðar náði Anwar El-Ghazi að koma Villa yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lolley var þó ekki á því að hans þrjár stoðsendingar og eitt mark færu í súginn og hann lagði upp jöfnunarmark Lewis Grabban fyrir Forest á 82. mínútu. Abraham hefði getað stolið sigrinum fyrir Villa með fimmta marki sínu í uppbótartíma en mark hans er dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum áður hafði El-Ghazi komið boltanum í netið en það mark var réttilega dæmt af þar sem hann handlék boltann í netið. Sigurmarkið kom ekki og leikurinn endaði með 5-5 jafntefli. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa þar sem hann er enn að ná sér eftir aðgerð á nára.Úrslit kvöldsins í B-deildinni: Aston Villa - Nottingham Forest 5-5 Ipswich - Bristol 2-3 Millwall - Birmingham 0-2 Swansea - West Brom 1-2 Wigan - Blackburn 3-1
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira