Abraham skoraði fjögur í ótrúlegum leik á Villa Park Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. nóvember 2018 21:42 Áhorfendur fengu sannarlega sitt fyrir peninginn á Villa Park í kvöld vísir/getty Tíu mörk voru skoruð á Villa Park í kvöld þegar Aston Villa og Nottingham Forest áttust við í ótrúlegum leik í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Nottingham byrjuðu leikinn af miklum krafti. Lewis Grabban og Joao Carvalho skoruðu sitt hvort markið á fyrstu sex mínútum leiksins. Tammy Abraham var búinn að jafna leikinn áður en korter var liðið af leiktímanum með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Matthew Cash kom gestunum aftur yfir á 22. mínútu en Abraham fullkomnaði þrennuna af vítapunktinum áður en fyrri hálfleikur var úti. Yannick Bolasie fiskaði vítaspyrnuna þegar Jack Robinson braut á honum innan vítateigs. Þegar dómari leiksins flautaði loks til hálfleiks var staðan því 3-3 eftir ótrúlegan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði af sama krafti og sá fyrri. Joe Lolley skoraði fyrir gestina á 51. mínútu og kom þeim yfir. Lolley hafði lagt upp öll þrjú mörk Forest í fyrri hálfleiknum en náði loks að skora sjálfur. Á 68. mínútu fékk Tobias Figueirdo beint rautt spjald fyrir háa tæklingu á John McGinn. Gestirnir þurftu því að leika manni færri síðustu rúmu tuttugu mínútur leiksins. Tammy Abraham jafnaði leikinn í þriðja sinn með sínu fjórða marki á 71. mínútu og fjórum mínútum síðar náði Anwar El-Ghazi að koma Villa yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lolley var þó ekki á því að hans þrjár stoðsendingar og eitt mark færu í súginn og hann lagði upp jöfnunarmark Lewis Grabban fyrir Forest á 82. mínútu. Abraham hefði getað stolið sigrinum fyrir Villa með fimmta marki sínu í uppbótartíma en mark hans er dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum áður hafði El-Ghazi komið boltanum í netið en það mark var réttilega dæmt af þar sem hann handlék boltann í netið. Sigurmarkið kom ekki og leikurinn endaði með 5-5 jafntefli. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa þar sem hann er enn að ná sér eftir aðgerð á nára.Úrslit kvöldsins í B-deildinni: Aston Villa - Nottingham Forest 5-5 Ipswich - Bristol 2-3 Millwall - Birmingham 0-2 Swansea - West Brom 1-2 Wigan - Blackburn 3-1 Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Tíu mörk voru skoruð á Villa Park í kvöld þegar Aston Villa og Nottingham Forest áttust við í ótrúlegum leik í ensku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Nottingham byrjuðu leikinn af miklum krafti. Lewis Grabban og Joao Carvalho skoruðu sitt hvort markið á fyrstu sex mínútum leiksins. Tammy Abraham var búinn að jafna leikinn áður en korter var liðið af leiktímanum með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Matthew Cash kom gestunum aftur yfir á 22. mínútu en Abraham fullkomnaði þrennuna af vítapunktinum áður en fyrri hálfleikur var úti. Yannick Bolasie fiskaði vítaspyrnuna þegar Jack Robinson braut á honum innan vítateigs. Þegar dómari leiksins flautaði loks til hálfleiks var staðan því 3-3 eftir ótrúlegan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn byrjaði af sama krafti og sá fyrri. Joe Lolley skoraði fyrir gestina á 51. mínútu og kom þeim yfir. Lolley hafði lagt upp öll þrjú mörk Forest í fyrri hálfleiknum en náði loks að skora sjálfur. Á 68. mínútu fékk Tobias Figueirdo beint rautt spjald fyrir háa tæklingu á John McGinn. Gestirnir þurftu því að leika manni færri síðustu rúmu tuttugu mínútur leiksins. Tammy Abraham jafnaði leikinn í þriðja sinn með sínu fjórða marki á 71. mínútu og fjórum mínútum síðar náði Anwar El-Ghazi að koma Villa yfir í fyrsta skipti í leiknum. Lolley var þó ekki á því að hans þrjár stoðsendingar og eitt mark færu í súginn og hann lagði upp jöfnunarmark Lewis Grabban fyrir Forest á 82. mínútu. Abraham hefði getað stolið sigrinum fyrir Villa með fimmta marki sínu í uppbótartíma en mark hans er dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum áður hafði El-Ghazi komið boltanum í netið en það mark var réttilega dæmt af þar sem hann handlék boltann í netið. Sigurmarkið kom ekki og leikurinn endaði með 5-5 jafntefli. Birkir Bjarnason var ekki í leikmannahópi Aston Villa þar sem hann er enn að ná sér eftir aðgerð á nára.Úrslit kvöldsins í B-deildinni: Aston Villa - Nottingham Forest 5-5 Ipswich - Bristol 2-3 Millwall - Birmingham 0-2 Swansea - West Brom 1-2 Wigan - Blackburn 3-1
Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira