Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2018 20:00 Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson. Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson.
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15