Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2017 21:15 Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Hann var forsætisráðherra þegar gildandi samgönguáætlun var samþykkt í október 2016. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Sigurður Ingi Jóhannsson segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. Hann kveðst þó gleðjast yfir hverri krónu sem fjárlaganefnd bæti í vegamálin. Rætt var við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir aðeins fjórtán mánuðum ætlar að reynast marklaust plagg. „Það hafi svona verið óskalisti allra. Já, því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fram kom í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjö milljarða króna vantar í fjárlagafrumvarpið til að standa við boðuð verkefni samgönguáætlunar á næsta ári. Sjálfur var Sigurður Ingi forsætisráðherra þegar áætlunin var samþykkt, sautján dögum fyrir þingkosningarnar 2016. -Er þetta ekki ábyrgðarhluti að skapa svona væntingar þegar menn gera sér grein fyrir því að það verði ekki hægt að standa við þetta? „Jú, ég held að það megi segja það. Ég held að þetta hafi verið óheppilegt að afgreiða þessa samgönguáætlun með svo miklum væntingum. En það er hins vegar líka á sama tíma ljóst að þetta eru allt brýn verkefni, sem við núna í fjármálaáætluninni og samgönguáætluninni þurfum að taka til okkar og reyna að sýna fram á hvernig við ætlum að fara í á næstu árum.“Frá vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.Mynd/Stöð 2.Ráðherrann segir að verið sé að fara yfir það núna í ráðuneytinu hvað verði hægt að gera á næsta ári en vill ekki ræða einstök verkefni nema með almennum orðum. „Það sem við þurfum að horfa til eru auðvitað umferðaröryggismál, - umferðarþungi, - en við þurfum líka að horfa til þess að búa til vinnusóknarsvæði, þar sem fólk getur komist inn á milli staða og unnið á stærri svæðum. Og við þurfum að horfa líka til þensluáhrifa á svona næstu einu, tveimur, þremur árum, á meðan við erum enn í þessari uppsveiflu.“ Hve mikið fer í vegamálin á næsta ári verður þó ekki ljóst fyrr en Alþingi er búið að afgreiða fjárlög. -En er hugsanlegt að það verði bætt í? „Ég veit að í fjárlaganefnd eru margir áhugasamir um vegaframkvæmdir, sem og önnur brýn verkefni, og ég treysti þeim til að fara yfir það hvað þeir treysta sér til að leggja til,“ segir samgönguráðherra en kveðst þó fagna hverri krónu sem bætist í vegamálin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. Hann kveðst þó gleðjast yfir hverri krónu sem fjárlaganefnd bæti í vegamálin. Rætt var við samgönguráðherra í fréttum Stöðvar 2. Samgönguáætlun sem Alþingi samþykkti fyrir aðeins fjórtán mánuðum ætlar að reynast marklaust plagg. „Það hafi svona verið óskalisti allra. Já, því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Fram kom í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi að sjö milljarða króna vantar í fjárlagafrumvarpið til að standa við boðuð verkefni samgönguáætlunar á næsta ári. Sjálfur var Sigurður Ingi forsætisráðherra þegar áætlunin var samþykkt, sautján dögum fyrir þingkosningarnar 2016. -Er þetta ekki ábyrgðarhluti að skapa svona væntingar þegar menn gera sér grein fyrir því að það verði ekki hægt að standa við þetta? „Jú, ég held að það megi segja það. Ég held að þetta hafi verið óheppilegt að afgreiða þessa samgönguáætlun með svo miklum væntingum. En það er hins vegar líka á sama tíma ljóst að þetta eru allt brýn verkefni, sem við núna í fjármálaáætluninni og samgönguáætluninni þurfum að taka til okkar og reyna að sýna fram á hvernig við ætlum að fara í á næstu árum.“Frá vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði.Mynd/Stöð 2.Ráðherrann segir að verið sé að fara yfir það núna í ráðuneytinu hvað verði hægt að gera á næsta ári en vill ekki ræða einstök verkefni nema með almennum orðum. „Það sem við þurfum að horfa til eru auðvitað umferðaröryggismál, - umferðarþungi, - en við þurfum líka að horfa til þess að búa til vinnusóknarsvæði, þar sem fólk getur komist inn á milli staða og unnið á stærri svæðum. Og við þurfum að horfa líka til þensluáhrifa á svona næstu einu, tveimur, þremur árum, á meðan við erum enn í þessari uppsveiflu.“ Hve mikið fer í vegamálin á næsta ári verður þó ekki ljóst fyrr en Alþingi er búið að afgreiða fjárlög. -En er hugsanlegt að það verði bætt í? „Ég veit að í fjárlaganefnd eru margir áhugasamir um vegaframkvæmdir, sem og önnur brýn verkefni, og ég treysti þeim til að fara yfir það hvað þeir treysta sér til að leggja til,“ segir samgönguráðherra en kveðst þó fagna hverri krónu sem bætist í vegamálin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Fleiri fréttir Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45