Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Kristján Már Unnarsson skrifar 4. janúar 2018 20:00 Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson. Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar á þessu ári. Rætt var við Hrein Haraldsson vegamálastjóra í fréttum Stöðvar 2. 37 ára karlmaður, Einar Þór Einarsson, búsettur á Akranesi, lét lífið í gær í árekstri á Vesturlandsvegi við Esjuberg þegar fólksbíll hans rakst framan á flutningabíl. „Þetta var náttúrlega hörmulegur atburður en kannski ekkert mjög óvæntur á þessum vegum í kringum höfuðborgina. Þar hefur umferðaraukningin verið svo mikil að þar sem ekki er búið að aðskilja akstursstefnur þá er alltaf hætta á stórslysum eins og þessu,“ segir vegamálastjóri. „Þannig að við metum Kjalarnesið klárlega sem hættulegan veg, eins og reyndar þessar miklu umferðaræðar hérna í kringum höfuðborgina.“ Spurningar vakna um aðgerðir stjórnvalda til að bæta öryggi þeirra sem aka um þjóðvegina. Í samgönguáætlun, sem samþykkt var á Alþingi fyrir aðeins fimmtán mánuðum, var gert ráð fyrir að 700 milljónum króna yrði varið til að breikka veginn á Kjalarnesi á þessu ári. Ekki verður staðið við það. Samgönguráðherrann afgreiddi samgönguáætlunina sem óheppilegan óskalista í viðtali á Stöð 2 fyrir tveimur vikum. „Því miður er þetta eitthvað sem allir vissu að yrði erfitt að fjármagna,“ sagði ráðherrann, Sigurður Ingi Jóhannsson. Vegamálastjóri gerir ráð fyrir að fá 30 prósent af því sem búið var að lofa í veginn um Kjalarnes í ár, eða 200 milljónir króna. Sú fjárveiting verði nýtt til að gera eitt hringtorg á Esjumelum. „Það er verið að undirbúa breikkun vegarins í 2+1 veg á sjálfu Kjalarnesinu upp að Hvalfjarðargöngum.“ Því fylgi bæði skipulags- og hönnunarvinna sem ekki sé lokið. „Ég á heldur ekki von á því að það verði fjárveiting á þessu ári. Ég er að vonast til þess að við endurskoðun á samgönguáætlun þá verði ekki langt í að bíða að við getum farið í alvöru aðgerðir í breikkun vegarins á Kjalarnesi,“ segir Hreinn. Greinilegt er að ríkisstjórnin lítur á meiri samgöngubætur sem ógn við stöðugleikann, miðað við skýringar samgönguráðherra á Stöð 2 fyrir tveimur vikum á því hversvegna ekki megi gera meira. Þar sagði hann að við forgangsröðun yrði að horfa til þensluáhrifa á næstu árum, á meðan við værum enn í uppsveiflu. Þjóðvegurinn um Kjalarnes er ekki eini þéttbýlisvegurinn suðvestanlands sem vegamálastjóri segir hættulega og brýnt að bæta með því að breikka og aðskilja akstursstefnur. Hann nefnir Reykjanesbraut við Hafnarfjörð, Suðurlandsveg, bæði næst Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss, og Grindavíkurveg. Það eina sem fæst í úrbætur þessara vega í ár eru 200 milljónir króna í Grindavíkurveg. „Og hinir vegirnir koma örugglega líka á næstu árum. Hversu mikið og hversu hratt vitum við ekki fyrr en Alþingi hefur samþykkt nýja samgönguáætlun og fjármálaáætlun fyrir næstu ár,“ segir Hreinn Haraldsson.
Tengdar fréttir Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45 Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Samgönguáætlun sturtað niður í sjö milljarða króna niðurskurði Skera þarf nýframkvæmdir í vegagerð niður um sjö milljarða króna á næsta ári, miðað við samgönguáætlun, til að mæta fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. 19. desember 2017 19:45
Samgönguáætlun var óheppilegur óskalisti Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samgönguáætlun hafa verið óskalista sem allir vissu að erfitt yrði að fjármagna. 20. desember 2017 21:15
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent