Íslendingur stefnir á að klára lengstu þríþraut í heimi Sylvía Hall skrifar 29. apríl 2018 22:47 Jón Eggert Guðmundsson vinnur að því að klára heimsins lengstu þríþraut og komast í heimsmetabók Guiness. Vísir/Hanna Jón Eggert Guðmundsson vinnur nú að því að setja heimsmet í þríþraut, en þríþrautin er alls 6649 kílómetrar talsins. Hann hefur hefur nú hlaupið tæplega hálfmaraþon á dag í 79 daga og lýkur hlaupahlutanum á morgun sem eru 1458 kílómetrar. Þess má geta að fyrra heimsmet í daglegu hálfmaraþons-hlaupi eru 53 dagar. „Ég byrja að hjóla núna á þriðjudaginn og hjólahlutinn er núna kominn upp í 5700 kílómetra, sem eru næstum því sex hringir í kringum Ísland. Það er ágætt að keyra þetta, hvað þá sex sinnum.“ segir Jón Eggert, en hjólahluti hans er um tvöþúsund kílómetrum lengri en allt fyrra þríþrautarmet í heild sinni. Hann segist stefna á að klára hjólahlutann fyrir júní mánuð, en hann er búsettur í Flórída og því yrði myndi hitinn gera honum erfitt fyrir í sumar. Hann hefur því rúmlega mánuð til stefnu.Má ekki taka hvíldardaga Samkvæmt reglum heimsmetabókar Guinnes má Jón Eggert ekki taka hvíldardag á meðan hann vinnur að metinu, en þrátt fyrir það segist hann vera þokkalegur í líkamanum þó álagið sé mikið. „Ég er alveg þokkalegur. Maður er þreyttari eftir daginn. Fyrst þegar ég var að byrja lagði maður sig aðeins þegar þetta var búið og eftir korter var maður orðinn hress aftur. Núna sefur maður alveg í 2-3 tíma.“ Hann segist hafa óttast mest að verða fyrir meiðslum í hlaupunum, en hann hefur hingað til verið heppinn hvað það varðar og segir að erfiðasta hlutanum ljúki á morgun. „Hjólið og sundið eru mínar greinar, ég er bestur í þeim. Á þriðjudaginn verð ég kominn í minn þægindahring.“ segir Jón Eggert, sem stefnir á að hjóla í allt að 12 tíma á dag og fólk geti fylgst með honum á íþróttaforritinu Strava. Sundhlutinn tekur svo við af hjólreiðunum, en hann stefnir á að synda rúmlega sextán kílómetra á dag og áætlar að verði um átta tímar daglega.Hefur bæði gengið og hjólað strandhringinn um Ísland Jón Eggert hefur áður vakið athygli fyrir íþróttaafrek sín, en árið 2006 gekk hann strandhringinn í kringum Ísland og tíu árum síðar, árið 2016, hjólaði hann sama hring á fjórum vikum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Strandhringurinn er lengsti hringur sem hægt er að fara um Ísland, eða 3446 kílómetrar. „Ég var að velta fyrir mér þegar ég var búinn að hjóla þetta hvort það væri ekki sniðugt að synda þetta og raða þessu saman og gera Guinnes-met úr því.“ segir Jón Eggert, en síðan kom á daginn að metið væri ekki gilt því of langur tími leið á milli hvers hluta. „Til þess að það yrði met þyrfti ég að taka þetta í einu bretti, dag eftir dag.“ Jón Eggert segir þetta hafa verið kveikjuna að núverandi verkefni, en hann vill þó ekki gera mikið úr þrekvirkinu. „Þetta heldur manni allavega í formi.“Hægt er að fylgjast með Jóni Eggerti á bloggsíðu hans og á íþróttaforritinu Strava, en hann er að vekja athygli á samtökunum Hjólahetjur [Wheel Heroes] með heimsmetinu. Tengdar fréttir Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Jón Eggert Guðmundsson vinnur nú að því að setja heimsmet í þríþraut, en þríþrautin er alls 6649 kílómetrar talsins. Hann hefur hefur nú hlaupið tæplega hálfmaraþon á dag í 79 daga og lýkur hlaupahlutanum á morgun sem eru 1458 kílómetrar. Þess má geta að fyrra heimsmet í daglegu hálfmaraþons-hlaupi eru 53 dagar. „Ég byrja að hjóla núna á þriðjudaginn og hjólahlutinn er núna kominn upp í 5700 kílómetra, sem eru næstum því sex hringir í kringum Ísland. Það er ágætt að keyra þetta, hvað þá sex sinnum.“ segir Jón Eggert, en hjólahluti hans er um tvöþúsund kílómetrum lengri en allt fyrra þríþrautarmet í heild sinni. Hann segist stefna á að klára hjólahlutann fyrir júní mánuð, en hann er búsettur í Flórída og því yrði myndi hitinn gera honum erfitt fyrir í sumar. Hann hefur því rúmlega mánuð til stefnu.Má ekki taka hvíldardaga Samkvæmt reglum heimsmetabókar Guinnes má Jón Eggert ekki taka hvíldardag á meðan hann vinnur að metinu, en þrátt fyrir það segist hann vera þokkalegur í líkamanum þó álagið sé mikið. „Ég er alveg þokkalegur. Maður er þreyttari eftir daginn. Fyrst þegar ég var að byrja lagði maður sig aðeins þegar þetta var búið og eftir korter var maður orðinn hress aftur. Núna sefur maður alveg í 2-3 tíma.“ Hann segist hafa óttast mest að verða fyrir meiðslum í hlaupunum, en hann hefur hingað til verið heppinn hvað það varðar og segir að erfiðasta hlutanum ljúki á morgun. „Hjólið og sundið eru mínar greinar, ég er bestur í þeim. Á þriðjudaginn verð ég kominn í minn þægindahring.“ segir Jón Eggert, sem stefnir á að hjóla í allt að 12 tíma á dag og fólk geti fylgst með honum á íþróttaforritinu Strava. Sundhlutinn tekur svo við af hjólreiðunum, en hann stefnir á að synda rúmlega sextán kílómetra á dag og áætlar að verði um átta tímar daglega.Hefur bæði gengið og hjólað strandhringinn um Ísland Jón Eggert hefur áður vakið athygli fyrir íþróttaafrek sín, en árið 2006 gekk hann strandhringinn í kringum Ísland og tíu árum síðar, árið 2016, hjólaði hann sama hring á fjórum vikum fyrir Krabbameinsfélag Íslands. Strandhringurinn er lengsti hringur sem hægt er að fara um Ísland, eða 3446 kílómetrar. „Ég var að velta fyrir mér þegar ég var búinn að hjóla þetta hvort það væri ekki sniðugt að synda þetta og raða þessu saman og gera Guinnes-met úr því.“ segir Jón Eggert, en síðan kom á daginn að metið væri ekki gilt því of langur tími leið á milli hvers hluta. „Til þess að það yrði met þyrfti ég að taka þetta í einu bretti, dag eftir dag.“ Jón Eggert segir þetta hafa verið kveikjuna að núverandi verkefni, en hann vill þó ekki gera mikið úr þrekvirkinu. „Þetta heldur manni allavega í formi.“Hægt er að fylgjast með Jóni Eggerti á bloggsíðu hans og á íþróttaforritinu Strava, en hann er að vekja athygli á samtökunum Hjólahetjur [Wheel Heroes] með heimsmetinu.
Tengdar fréttir Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Vonast til að fá rasskinnina aftur eftir 3200 kílómetra Jón Eggert Guðmundsson er byrjaður að undirbúa sundferð í kringum Ísland. 28. júlí 2016 17:45