Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 11:55 Trump með John Bolton, nýjum þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þeir hafa ekki enn tilkynnt um viðbrögð Bandaríkjanna við árásinni í Douma umfram torrætt tíst forsetans í morgun. Vísir/AFP Rússar ættu að búa sig undir eldflaugaskot í Sýrlandi vegna eiturvopnaárásar stjórnarhersins þar um helgina. Þessu tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti nú í morgun. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjastjórn við hernaðarafskiptum í Sýrlandi. Trump hafði lofað meiriháttar ákvörðun um Sýrland á næstu 24-48 tímunum á mánudag. Það var vegna eiturvopnaárásar sem talið er að hafi verið framin í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Enn hefur ekkert bólað á þeirri ákvörðun en Trump fór hins vegar mikinn á Twitter í morgun. Þar sagði hann að Rússar hefðu heitið því að skjóta niður öll flugskeyti sem yrði skotið að Sýrlandi. „Gerðu þig tilbúið Rússland því þær eru á leiðinni, fínar og nýjar og „snjallar!“ [svo] Þið ættuð ekki að vera félagar Gasdrepandi skepnunnar sem drepur eigið fólk og nýtur þess!“ tísti Trump sem vísaði til Bahsars al-Assad Sýrlandsforseta sem skepnu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að Trump hafi verið að vísa til orða sendiherra Rússa í Líbanon um að Rússar myndu skjóta niður eldflaugar og ráðast á skotpalla ef þeim yrði beint að sýrlenska stjórnarhernum. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara liggur að baki hótun Trump. Aðeins hálftíma eftir tístið fylgdi annað þar sem forsetinn harmaði hversu slæm samskipti Bandaríkjanna og Rússland væru orðin. Þau væru orðin verri nú en í Kalda stríðinu og það að ástæðulausu. „Rússland þarf hjálp okkar með efnahag sinn, eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt að gera og við þurfum á því að halda að allar þjóðir vinni saman. Stöðvum vopnakapphlaupið?“ tísti Trump og virtist þannig draga í land með fyrri rosta um eldflaugaárásir.WHO krefst aðgangs að Douma Bæði Sýrlandsstjórn og Rússar, sem veita henni hernaðaraðstoð, hafa neitað ábyrgð á árásinni og fullyrða jafnvel að engin eiturvopnaárás hafi yfir höfuð átt sér stað. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að fella ályktun um sjálfstæða rannsókn á árásinni í gær. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) krafðist í dag aðgangs að Douma til að starfsmenn hennar geti kannað hvort að fimm hundruð manns hafi orðið fyrir eitrun þar eins og samstarfsaðilar hennar segja. Tölur um mannfall eru nokkuð á reiki, á bilinu 40-70 eru sagðir hafa fallið í árásinni. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Sjá meira
Rússar ættu að búa sig undir eldflaugaskot í Sýrlandi vegna eiturvopnaárásar stjórnarhersins þar um helgina. Þessu tísti Donald Trump Bandaríkjaforseti nú í morgun. Rússar höfðu áður varað Bandaríkjastjórn við hernaðarafskiptum í Sýrlandi. Trump hafði lofað meiriháttar ákvörðun um Sýrland á næstu 24-48 tímunum á mánudag. Það var vegna eiturvopnaárásar sem talið er að hafi verið framin í bænum Douma sem er á valdi uppreisnarmanna um helgina. Enn hefur ekkert bólað á þeirri ákvörðun en Trump fór hins vegar mikinn á Twitter í morgun. Þar sagði hann að Rússar hefðu heitið því að skjóta niður öll flugskeyti sem yrði skotið að Sýrlandi. „Gerðu þig tilbúið Rússland því þær eru á leiðinni, fínar og nýjar og „snjallar!“ [svo] Þið ættuð ekki að vera félagar Gasdrepandi skepnunnar sem drepur eigið fólk og nýtur þess!“ tísti Trump sem vísaði til Bahsars al-Assad Sýrlandsforseta sem skepnu.Breska ríkisútvarpið BBC segir að svo virðist sem að Trump hafi verið að vísa til orða sendiherra Rússa í Líbanon um að Rússar myndu skjóta niður eldflaugar og ráðast á skotpalla ef þeim yrði beint að sýrlenska stjórnarhernum. Ekki er þó ljóst hversu mikil alvara liggur að baki hótun Trump. Aðeins hálftíma eftir tístið fylgdi annað þar sem forsetinn harmaði hversu slæm samskipti Bandaríkjanna og Rússland væru orðin. Þau væru orðin verri nú en í Kalda stríðinu og það að ástæðulausu. „Rússland þarf hjálp okkar með efnahag sinn, eitthvað sem ætti að vera mjög auðvelt að gera og við þurfum á því að halda að allar þjóðir vinni saman. Stöðvum vopnakapphlaupið?“ tísti Trump og virtist þannig draga í land með fyrri rosta um eldflaugaárásir.WHO krefst aðgangs að Douma Bæði Sýrlandsstjórn og Rússar, sem veita henni hernaðaraðstoð, hafa neitað ábyrgð á árásinni og fullyrða jafnvel að engin eiturvopnaárás hafi yfir höfuð átt sér stað. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að fella ályktun um sjálfstæða rannsókn á árásinni í gær. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) krafðist í dag aðgangs að Douma til að starfsmenn hennar geti kannað hvort að fimm hundruð manns hafi orðið fyrir eitrun þar eins og samstarfsaðilar hennar segja. Tölur um mannfall eru nokkuð á reiki, á bilinu 40-70 eru sagðir hafa fallið í árásinni.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Sjá meira
Ætla að ákveða gagnaðgerðir innan 48 klukkustunda Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og bandamenn þeirra munu taka ákvörðun um gagnárás á næstu 24 til 48 klukkustundum. 9. apríl 2018 20:00
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Trump aflýsir ferð til Suður-Ameríku vegna ástandsins í Sýrlandi Ástæðan er sögð sú að forsetinn ætli að hafa umsjón með viðbrögðunum við efnavopnaárás í Sýrlandi um síðustu helgi. 10. apríl 2018 14:56
Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30