Heimir ráðinn þjálfari Al Arabi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2018 09:49 Heimir Hallgrímsson var sjö ár með íslenska karlalandsliðinu en nú tekur við öðruvísi áskorun vísir/vilhelm Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Heimir Hallgrímsson er orðinn þjálfari Al Arabi í Katar. Félagið staðfesti ráðningu Heimis nú rétt í þessu. Fyrir helgi var greint frá því að Heimir væri í viðræðum við félag í Katar og um helgina birtust myndir af Heimi í stúkunni að horfa á leik Al Arabi og Umm Salal. Al Arabi vann leikinn örugglega 3-0. Heimir hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í sumar eftir að hafa stýrt liðinu á HM í Rússlandi. Heimir hóf störf hjá KSÍ árið 2011 þegar hann tók við stöðu aðstoðarlandsliðsþjálfara Lars Lagerbäck. Heimir og Lars stýrðu Íslandi upp á stjörnuhimininn, á EM í Frakklandi, og eftir að Lars fór á braut fór Heimir skrefinu lengra, á HM í Rússlandi. Samkvæmt frétt RÚV er samningur Heimis til tveggja og hálfs árs, eða til sumarsins 2021, og starfslið hans hjá félaginu verður að mestu spænkst. Þó verði Bjarki Már Ólafsson honum til aðstoðar.#WelcomeHeimir#العربيpic.twitter.com/fUqpNJhvt6 — Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) December 10, 2018 Al Arabi er í sjötta sæti í efstu deild í Katar eftir fimmtán leiki, 15 stigum frá toppliði Al-Duhail sem á leik til góða, toppliðin Al-Duhail og Al-Sadd mætast í stórleik í vikunni. Hlé verður gert á keppni í deildinni eftir næstu umferð, þá sextándu. Í henni mætir Al Arabi Al Rayyan sem situr í fjórða sæti, leikurinn fer fram á fimmtudag og verður sá fyrsti undir stjórn Heimis. Al Arabi og Al Rayyan eiga bestu stuðningsmannasveitir deildarinnar og eru leikir þessara liða kallaðir stuðningsmannaslagirnir. Liðið leikur á Grand Hamad Stadium í höfuðborginni Doha og hefur gert síðan félagið var stofnað árið 1952. Fyrsti titill félagsins kom í 1978 þegar það vann bikartitilinn í Katar. Gullaldarár liðsins voru níundi og tíundi áratugur síðustu aldar þegar liðið vann 17 titla. Al Arabi hefur sjö sinnum orðið Katarmeistari og á fimmtán bikarmeistaratitla úr þremur bikarkeppnum landsins. Al Arabi er annað af tveimur sigursælustu liðum Katar en síðustu ár hafa verið félaginu erfið. Leikmannahópur Al Arabi er að mestu skipaður leikmönnum frá Katar en þar eru einnig Brasilíumennirnir Diego Jardel og Mailson ásamt hinum kólumbíska Franco Arizala. Í katörsku deildinni spila margir þekktir leikmenn á borð við Wesley Sneijder, Samuel Eto'o og Xavi.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Keegan með krabbamein Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira