Stöðva sölu á kúlublysi sem innihélt blý í óeðlilega miklu magni Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2018 16:41 Íslendingar eru iðulega sprengjuglaðir um áramót. Vísir/VILHELM Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í fjölskylduapkka frá PEP International. Var það gert eftir að mælingar Umhverfisstofnunar leiddu í ljós að blysið innihélt blý í óeðlilega miklu magni. Var það um það bil 1.500 falt hærra en í öðrum sýnum Umhverfisstofnunar. Í frétt Umhverfisstofnunar af málinu kemur fram að líklegt sé að blýi hafi verið bætt í vöruna til að framkalla ákveðna eiginleika. Ástæðan fyrir því að farið var í þessar mælingar á innihaldi flugelda sem eru til sölu hér á landi er vegna þess að loftmengun var óvenju mikil um síðustu áramót. Efnagreiningar Umhverfisstofnunar á svifrykssýnum frá Norðurhellu í Hafnarfirði sýndu greinilega aukningu á innihaldi blýs (Pb) og arsens (As) í samanburði við aðra daga. Þó aukningin hafi verið greinileg voru gildin þó langt undir heilsuverndarmörkum hvað þessi efni varðar. Flugeldar innihalda mörg mismunandi efni sem bætt er í þá til að framkalla litríkar og háværar sprengingar. Hafa þungmálmar mikið verið notaðir í þessum tilgangi, vegna þess að bruni þeirra er mjög litríkur. Þessi efni eru þó mörg hver eitruð, brotna hægt niður í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að notkun margra þeirra hefur verið takmörkuð eða bönnuð. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt efnalögum að upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni til verndar heilsu eða umhverfi. Vegna þeirrar skyldu tók stofnunin ákvörðun í ljósi þeirrar miklu loftmengunar sem varð um síðustu áramót, að ráðast í efnagreiningar á skoteldunum sjálfum m.a. til að kanna hvort þeir standist kröfur efnalaga. Umhverfisstofnun mun standa fyrir frekari mælingum á efnainnihaldi svifryks nú um áramótin. Fyrir ári var sýnum safnað á mælistöðinni við Norðurhellu í Hafnarfirði, en sú mælistöð er utan við þéttustu byggðina og því líklega sú stöð þar sem skoteldamengun var einna lægst á höfuðborgarsvæðinu. Tækjabúnaðurinn sem notaður var við sýnatökuna hefur nú verið færður og var nýlega settur upp á mælistöðinni við Grensásveg. Sambærilegur búnaður verður líka settur upp við Dalsmára í Kópavogi þar sem metgildi svifryks mældust um síðustu áramót. Gerðar verða mælingar á þungmálmum og PAH efnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt Umhverfisstofnun til viðbótarfjármagn vegna þessa, en svona efnagreiningar eru mjög kostnaðarsamar. Niðurstöður verða birtar um leið og þær liggja fyrir. Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í fjölskylduapkka frá PEP International. Var það gert eftir að mælingar Umhverfisstofnunar leiddu í ljós að blysið innihélt blý í óeðlilega miklu magni. Var það um það bil 1.500 falt hærra en í öðrum sýnum Umhverfisstofnunar. Í frétt Umhverfisstofnunar af málinu kemur fram að líklegt sé að blýi hafi verið bætt í vöruna til að framkalla ákveðna eiginleika. Ástæðan fyrir því að farið var í þessar mælingar á innihaldi flugelda sem eru til sölu hér á landi er vegna þess að loftmengun var óvenju mikil um síðustu áramót. Efnagreiningar Umhverfisstofnunar á svifrykssýnum frá Norðurhellu í Hafnarfirði sýndu greinilega aukningu á innihaldi blýs (Pb) og arsens (As) í samanburði við aðra daga. Þó aukningin hafi verið greinileg voru gildin þó langt undir heilsuverndarmörkum hvað þessi efni varðar. Flugeldar innihalda mörg mismunandi efni sem bætt er í þá til að framkalla litríkar og háværar sprengingar. Hafa þungmálmar mikið verið notaðir í þessum tilgangi, vegna þess að bruni þeirra er mjög litríkur. Þessi efni eru þó mörg hver eitruð, brotna hægt niður í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að notkun margra þeirra hefur verið takmörkuð eða bönnuð. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt efnalögum að upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni til verndar heilsu eða umhverfi. Vegna þeirrar skyldu tók stofnunin ákvörðun í ljósi þeirrar miklu loftmengunar sem varð um síðustu áramót, að ráðast í efnagreiningar á skoteldunum sjálfum m.a. til að kanna hvort þeir standist kröfur efnalaga. Umhverfisstofnun mun standa fyrir frekari mælingum á efnainnihaldi svifryks nú um áramótin. Fyrir ári var sýnum safnað á mælistöðinni við Norðurhellu í Hafnarfirði, en sú mælistöð er utan við þéttustu byggðina og því líklega sú stöð þar sem skoteldamengun var einna lægst á höfuðborgarsvæðinu. Tækjabúnaðurinn sem notaður var við sýnatökuna hefur nú verið færður og var nýlega settur upp á mælistöðinni við Grensásveg. Sambærilegur búnaður verður líka settur upp við Dalsmára í Kópavogi þar sem metgildi svifryks mældust um síðustu áramót. Gerðar verða mælingar á þungmálmum og PAH efnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt Umhverfisstofnun til viðbótarfjármagn vegna þessa, en svona efnagreiningar eru mjög kostnaðarsamar. Niðurstöður verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00