Innlent

Margir vilja banna flugelda

Sveinn Arnarsson skrifar
Íslendingar eru iðulega sprengjuglaðir um áramót.
Íslendingar eru iðulega sprengjuglaðir um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda og fjórðungur vill banna almenna notkun þeirra með öllu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands á viðhorfi almennings til flugelda og notkunar þeirra.

Svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu var mæld síðustu tólf áramót. Niðurstöður sýna að dægurgildi svifryks, sem er minna en tíu míkrómetrar í þvermál, fór ítrekað yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík og nágrenni.

Hæsta klukkustundargildi fíns svifryks, sem er minna en 2,5 míkrómetrar í þvermál, mældist í Dal­smára í Kópavogi eða 3.000 míkró­grömm á rúmmetra. Er það talið Evrópumet í mengun.


Tengdar fréttir

Umhverfishamfarir að mannavöldum

Gleðilegt ár kæru landar. "Það eina sem skiptir í rauninni virkilegu máli er að vera góður við börn. Þar liggur allt.“ Þessi vísdómsorð mælti forseti Íslands í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og hafði eftir Vigdísi Grímsdóttur rithöfundi

Vildi fá bætur eftir flugeldaslys

Karlmaður fær ekki bætur úr ábyrgðartryggingu flugeldasala eftir að eining úr skotköku sprakk í andlit hans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.