Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 18:29 Frá störfum björgunarsveitarmanna á Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila. Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila.
Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39