Fjöldahjálparstöð opnuð á Selfossi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 18:29 Frá störfum björgunarsveitarmanna á Hellisheiði í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila. Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í húsnæði sínu að Eyrarvegi 28 á Selfossi. Áður hafði komið fram að opna ætti stöðina á Borg í Grímsnesi. Það stendur ekki heldur verður tekið á móti veðurtepptum ferðalöngum á Selfossi. Fjöldahjálparstöðin að Eyrarvegi var opnuð nú klukkan 18 og eru allir velkomnir þangað sem þurfa. Búist er við því að stöðinni verði haldið opinni þangað til veðrinu slotar og vegir verða opnaðir aftur.Sjá einnig: Vegum lokað víða um land vegna veðurs Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir í samtali við Vísi að sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum séu mættir á Eyrarveg. Þar verður boðið upp á veitingar og fylgst náið með veðrinu. „Við verðum með kaffi og með því. Ef þetta heldur áfram alveg fram á kvöld bjóðum við upp á meiri mat, við þurfum bara að sjá hvernig veðrið þróast,“ segir Brynhildur. „Ef þetta verður áfram inn í nóttina þá erum við með bedda og slíkt.“Vegir lokaðir og veður fer versnandi Ekki höfðu enn fengist upplýsingar um hvort einhverjir hefðu leitað til fjöldahjálparstöðvarinnar nú á sjöunda tímanum í kvöld. Eins og áður sagði mun stöðin við Eyrarveg standa ferðalöngum opin þangað til veðrinu slotar. Búist er við því að veður fari versnandi víðsvegar á landinu eftir því sem líður á kvöldið. Hellisheiði, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Biskupstungnabraut. Holtavörðuheiði, Fróðárheiði og veginum milli Markarfljóts og Jökulsárlóns hefur verið lokað, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Enn er þó opið um Suðurstrandarveg. Þá beinir lögregla sérstökum fyrirmælum til ökumanna vel búinna bifreiða. Í tilkynningu segir að töluvert hafi verið um að eigendur breyttra ökutækja reyni að komast leiðar sinnar, þrátt fyrir lokanir, en „láti síðan óánægju sína dynja á björgunarsveitarmönnum.“ Lögregla biður þessa ökumenn að virða lokanir og störf viðbragðsaðila.
Veður Tengdar fréttir Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13 Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45 Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Vegum lokað víða um land vegna veðurs Veður er afar slæmt á landinu í dag og búist er við ofsaveðri á Suðausturlandi. Búið er að loka fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og Lyngdalsheiði. 10. febrúar 2018 14:13
Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja að haga sér Lögregla biður eigendur breyttra ökutækja, sem ekki hefur verið hleypt um vegi vegna lokana, að hláta óánægju sína ekki dynja á björgunarsveitarmönnum. 10. febrúar 2018 17:45
Svæðisstjórn virkjuð í Árnessýslu og stefnt að opnun fjöldahjálparstöðvar Þá varð þriggja bíla árekstur á Hellisheiði í dag en meiðsli á fólki eru ekki alvarleg, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 10. febrúar 2018 16:39