Innlent

Vegum lokað víða um land vegna veðurs

Kristín Ólafsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa
Búið er að loka fyrir umferð á mörgum stöðum á landinu. Hellisheiði var lokað á þriðja tímanum í dag.
Búið er að loka fyrir umferð á mörgum stöðum á landinu. Hellisheiði var lokað á þriðja tímanum í dag. Jóhann K. Jóhannsson
Lokað hefur verið fyrir umferð um Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði vegna veðurs. Löng röð bíla er á Lyngdalsheiði vegna lokunarinnar og skyggni er verulega takmarkað.

Uppfært klukkan 15:18: Holtavörðuheiði, Þrengslum og Fróðárheiði hefur einnig verið lokað að því er fram kemur á vef vegagerðarinnar. 

Slæmt veður er um allt land en verst verður veðrið á Suðausturlandi síðar í dag. Það má jafnvel búast við ofsaveðri. 

Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur einnig verið lokað ásamt Vopnarfjarðarheiði. Fjarðarheiði, Fagradal og Mývatns- og Möðrudalsöræfum hefur einnig verið lokað vegna veðurs. Gangi veðurspár eftir verða aðstæður erfiðar þar til á morgun og þjónusta því takmörkuð. 

Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 10. og 11. febrúar.  

Frá Hellisheiði í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson

Veður mun fara versnandi 

Veður mun fara versnandi þegar líður á daginn, fyrst á Norðurlandi, síðan á Vestfjörðum við Breiðafjörð og í Borgarfirði. Gul viðvörun er í gildi á svæðunum.

Suðaustanlands, einkum frá Vík austur á Skeiðarársand verður mjög hvöss norð-vestanátt fram á kvöld. Appelsínugul viðvörun er í gildi á svæðinu og mun vindur ná 25-28 m/s og nánast ekkert skyggni í glórulausum skafrenningi. Einnig á Breiðamerkursandi undir kvöld og hviður allt að 50 m/s. 

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá aðstæður á Lyngdalsheiði stuttu eftir hádegi. Skyggni var mjög takmarkað og löng bílaröð hafði myndast eftir að veginum var lokað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×