Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur miklar áhyggjur af ástandi framherjans Alvaro Morata.
Morata hefur ekki spilað síðan í bikarleik Chelsea og Norwich um miðjan janúar og Conte veit ekkert hvenær von er á honum til baka.
„Við eigum í miklum vandræðum með að finna lausn á þessum bakverkjum hans. Ég veit ekki hvort hann kemur til baka á morgun, eftir mánuð eða á næsta tímabilið. Ég hef áhyggjur af þessu,“ sagði Conte á blaðamannafundi fyrir leik Chelsea gegn WBA á mánudagskvöld.
Þá vildi Conte ekki gefa neitt fyrir þá orðróma um að hann sé á förum frá Chelsea.
„Ég hugsa ekki um það. Ég er skuldbundinn þessu félagi og leikmönnunum,“ sagði Antonio Conte.
