Tíu mánaða fangelsi en sýknaður af tilraun til manndráps í Holtunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2018 13:48 Maðurinn var í gæsluvarðhaldi frá 3. desember þar til á þriðjudagn ef frá er talið 5.-8. desember. Vísir/Sigurjón 22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sýknaður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í sambandi sem hann var sömuleiðis ákærður fyrir. Dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn og konan hafi hisst á bar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3. desember og ákveðið að fara saman að heimili mannsins. Frásögn þeirra um hvað gerðist í framhaldinu er um margt ólík. Konan kveður manninn hafa reynt að drepa sig með kyrkingartaki en hún hafi misst meðvitund. Maðurinn þvertekur fyrir það. Vitni voru að því þegar konan kom skólaus út af heimili mannsins, grét og sagði manninn hafa reynt að drepa sig. Var lögregla þá kölluð til og konan flutt á slysadeild. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið nánast óslitið síðan.Ósannað að konan missti meðvitund Læknisfræðileg gögn studdu ekki vitnisburð konunnar nægilega til að sanna þætti að hún hefði misst meðvitund af völdum mannsins. Gegn neitun mannsins taldist ósannað að að hún hefði misst meðvitund og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæru. Áverkar konunnar voru greindir af réttarmeinafræðingi. Hann sagði ekkert benda til þess að áverkarnir hefðu verið lífshættulegir en þó í fullu samræmi við lýsingu hennar á hálstakinu sem hún kvaðst hafa verið tekin. Yfirlæknir á Landspítalanum tók undir með réttarmeinafræðingnum að atvikið hefði ekki verið nærri því að valda dauða. Konan var með tvær brotnar framtennur og þrútinn tungubrodd sem tannlæknir staðfesti. Voru áverkarnir í samræmi við lýsingu konunnar. Gegn neitun ákærða var hann dæmdur fyrir líkamsárás fyrir utan að hann var sýknaður af að hafa valdið konunni meðvitundarmissi. Ekkert bendi til tilraunar til manndráps Dómurinn sagði að þótt merkja mætti af vitnisburði að konan hefði verið hrædd og upplifað sig í lífshættu þá sönnuðu læknisfræðileg gögn ekki að hún hefði verið í lífshættu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að vakað hafi fyrir manninum að drepa hana. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur en farið hafði verið fram á 5 milljónir króna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í á sjötta mánuð, meira en helming dómsins. Fór ákæruvaldið fram á gæsluvarðhald og svo farbann yfir manninum en dómarinn synjaði beiðninni. Hann er því laus svo framarlega sem hann brýtur ekki frekar af sér. Maðurinn hefur verið sakaður um að framvísa ólöglegum skilríkjum en það mál var ekki til meðferðar í héraðsdómi. Lögreglumál Tengdar fréttir Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
22 ára karlmaður hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni. Hann var sýknaður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í sambandi sem hann var sömuleiðis ákærður fyrir. Dómur var kveðinn upp á þriðjudaginn. Í honum kemur fram að maðurinn og konan hafi hisst á bar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 3. desember og ákveðið að fara saman að heimili mannsins. Frásögn þeirra um hvað gerðist í framhaldinu er um margt ólík. Konan kveður manninn hafa reynt að drepa sig með kyrkingartaki en hún hafi misst meðvitund. Maðurinn þvertekur fyrir það. Vitni voru að því þegar konan kom skólaus út af heimili mannsins, grét og sagði manninn hafa reynt að drepa sig. Var lögregla þá kölluð til og konan flutt á slysadeild. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið nánast óslitið síðan.Ósannað að konan missti meðvitund Læknisfræðileg gögn studdu ekki vitnisburð konunnar nægilega til að sanna þætti að hún hefði misst meðvitund af völdum mannsins. Gegn neitun mannsins taldist ósannað að að hún hefði misst meðvitund og var hann því sýknaður af þeim hluta ákæru. Áverkar konunnar voru greindir af réttarmeinafræðingi. Hann sagði ekkert benda til þess að áverkarnir hefðu verið lífshættulegir en þó í fullu samræmi við lýsingu hennar á hálstakinu sem hún kvaðst hafa verið tekin. Yfirlæknir á Landspítalanum tók undir með réttarmeinafræðingnum að atvikið hefði ekki verið nærri því að valda dauða. Konan var með tvær brotnar framtennur og þrútinn tungubrodd sem tannlæknir staðfesti. Voru áverkarnir í samræmi við lýsingu konunnar. Gegn neitun ákærða var hann dæmdur fyrir líkamsárás fyrir utan að hann var sýknaður af að hafa valdið konunni meðvitundarmissi. Ekkert bendi til tilraunar til manndráps Dómurinn sagði að þótt merkja mætti af vitnisburði að konan hefði verið hrædd og upplifað sig í lífshættu þá sönnuðu læknisfræðileg gögn ekki að hún hefði verið í lífshættu. Ekkert hafi komið fram í málinu sem bendi til þess að vakað hafi fyrir manninum að drepa hana. Var hann því sýknaður af tilraun til manndráps. Maðurinn var dæmdur til að greiða konunni 700 þúsund krónur í miskabætur en farið hafði verið fram á 5 milljónir króna. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í á sjötta mánuð, meira en helming dómsins. Fór ákæruvaldið fram á gæsluvarðhald og svo farbann yfir manninum en dómarinn synjaði beiðninni. Hann er því laus svo framarlega sem hann brýtur ekki frekar af sér. Maðurinn hefur verið sakaður um að framvísa ólöglegum skilríkjum en það mál var ekki til meðferðar í héraðsdómi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. 9. febrúar 2018 18:45
Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45
Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42