Neitaði sök um tilraun til manndráps í Holtunum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 18:45 Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Vísir/GVA Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. Maðurinn hefur setið nánast óslitið í gæsluvarhaldi síðan og verður í gæsluvarðhaldi til 28. febrúar næstkomandi. Í ákæru segir að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar, með þeim afleiðingum að húnmissti meðvitund og hlaut punktablæðingar aftan við báða eyrnasnepla og í innri slímhúð efri og neðri varar, blettóttan margúl í táru hægra auga, roða á báðum hliðum háls að framanverðu, slímhúðarskrámu á broddi tungu og brot á tveimur framtönnum. Konan krefst þess að maðurinn greiði henni 106.913 krónur í skaðabætur og fimm milljónir í miskabætur.Handtekinn á vettvangi Laust eftir klukkan fimm aðfaranótt 3. desember var lögreglu tilkynnt að mikil öskur bærust frá konu sem stödd væri fyrir utan hús í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Sagði hún þeim að fyrrverandi sambýlismaður sinn hefði tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitund. Maðurinn var handtekinn á vettvangi. Skýrsla var tekin af konunni þá um nóttina og síðan aftur á lögreglustöð þremur dögum síðar. Lýsti hún atvikum þá með sama hætti, það er að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitun. Maðurinn hafi hins vegar neitað sök. Í málinu liggur fyrir skýrsla Sebastian Kunz, réttarmeinafræðings, sem skoðaði konuna þann 4. desember. Í niðurlagi skýrslunnar segir meðal annars: „Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitunarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega.“ Eins og áður segir mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi út þennan mánuð og málið á hendur honum verður þingfest í héraðsdómi á morgun. Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Maður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi neitaði sök við þingfestingu málsins í gær. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. Maðurinn hefur setið nánast óslitið í gæsluvarhaldi síðan og verður í gæsluvarðhaldi til 28. febrúar næstkomandi. Í ákæru segir að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar, með þeim afleiðingum að húnmissti meðvitund og hlaut punktablæðingar aftan við báða eyrnasnepla og í innri slímhúð efri og neðri varar, blettóttan margúl í táru hægra auga, roða á báðum hliðum háls að framanverðu, slímhúðarskrámu á broddi tungu og brot á tveimur framtönnum. Konan krefst þess að maðurinn greiði henni 106.913 krónur í skaðabætur og fimm milljónir í miskabætur.Handtekinn á vettvangi Laust eftir klukkan fimm aðfaranótt 3. desember var lögreglu tilkynnt að mikil öskur bærust frá konu sem stödd væri fyrir utan hús í Reykjavík. Þegar lögreglumenn komu á vettvang hittu þeir konuna sem var í miklu uppnámi, að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Sagði hún þeim að fyrrverandi sambýlismaður sinn hefði tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitund. Maðurinn var handtekinn á vettvangi. Skýrsla var tekin af konunni þá um nóttina og síðan aftur á lögreglustöð þremur dögum síðar. Lýsti hún atvikum þá með sama hætti, það er að maðurinn hafi tekið hana kyrkingartaki þar til hún missti meðvitun. Maðurinn hafi hins vegar neitað sök. Í málinu liggur fyrir skýrsla Sebastian Kunz, réttarmeinafræðings, sem skoðaði konuna þann 4. desember. Í niðurlagi skýrslunnar segir meðal annars: „Áverkar þolandans eru sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli, sem mögulega leiddi til meðvitunarleysis. Þar sem kyrking með höndum er margbrotin í eðli sínu, verður að flokka aflmikla kyrkingu með höndum eins og í þessu tilviki, sem a.m.k. mögulega lífshættulega.“ Eins og áður segir mun maðurinn sitja í gæsluvarðhaldi út þennan mánuð og málið á hendur honum verður þingfest í héraðsdómi á morgun.
Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08 Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20 Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45 Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sjá meira
Grunaður um tilraun til manndráps: Áverkavottorð þýsks réttarmeinafræðings lykilgagn í málinu Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 3. janúar næstkomandi. 13. desember 2017 11:08
Áverkar á konunni sambærilegir við beitingu kyrkingartaks með miklu afli Karlmaður sem sakaður er um tilraun til manndráps er talinn hafa framvísað fölsuðum skilríkjum við komu til Íslands árið 2012. 11. janúar 2018 11:20
Ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi Ákærður fyrir að hafa tekið fyrrverandi sambýliskonu sína kyrkingartaki og þrengt að öndunarvegi hennar þar til hún missti meðvitund aðfaranótt sunnudagsins 3. desember síðastliðins. 7. febrúar 2018 15:45
Grunaður um tilraun til manndráps: Grunur um að maðurinn sé ekki sá sem hann segist vera Lögreglan hefur grun um að erlendur karlmaður sem grunaður er um tilraun til mandráps, með því að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína aðfaranótt 3. desember, sé ekki sá sem hann hafi kvaðst vera. 13. desember 2017 23:42