Argentínskum blaðamanni vísað af hóteli íslenska landsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2018 22:54 Ljósmyndari La Nacion myndaði rútu íslenska landsliðsins í gegnum girðingu á flugvellinum í Gelendzhik. LaNacion.ar Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Argentínskur fjölmiðill er ekki par ánægður með öryggisgæsluna á flugvellinum Gelendzhik í Rússlandi þar sem íslenska landsliðið lenti um klukkan 20:15 að staðartíma í kvöld. Ekki var það skortur á öryggisgæslu heldur telja þeir hana hafa verið of stranga.Þannig greinir La Nacion frá því að blaðamaður miðilsins hafi ekki fengið aðgang að flugvellinum í kvöld til að mynda komu íslenska landsliðisns. Hann hafi verið beðinn um að framvísa aðgangsmiða sem eigi að hafa verið gefinn út af KSÍ. Segir í umfjöllun miðilsins að tungumálaörðugleikar hafi ekki verið til að hjálpa til í viðræðum um að komast inn. Svo til enginn á svæðinu tali annað tungumál en rússnesku. Þegar íslenskir fjölmiðlamenn stigu út úr vélinni, þeirri sömu og flutti íslenska liðið, var þeim beint á svæði fyrir framan útgang vélarinnar að framan þar sem leikmenn Íslands yfirgáfu vélina. Svæði fjölmiðla var tvískipt. Annars vegar íslenska pressan, sem taldi 22, og fjölmiðlafólk í gulum vestum sem höfðu aðgang að svæðinu, líklega 10-15 manns.Langaði að mynda hótel Íslands Íslenska landsliðið er sagt hafa sýnt blíðskap ólíkt rússnesku öryggisgæslunni sem hafi verið afar ströng. Muaddib, stuðningsmaður Íslands sem hafi beðið eftir að sjá hetjurnar sínar, hafi ekki fengið að koma inn á flugvöllinn. Hann hafi fylgst með því þegar rúta íslenska liðsins ók framhjá. Þá sér argentínski miðilinn sömuleiðis ofsjónum yfir öryggisgæslu á hóteli íslenska liðsins. Þangað hafi blaðamaður lagt leið sína og tekið langan tíma að komast í gegnum öryggishlið og inn á hótelið. Þegar þangað var komið, á glæsilegt hótel þar sem allt sé til alls, hafi verið bannað að taka myndir. Það væri ákvörðun FIFA og KSÍ að sögn starfsmanns sem hefði það hlutverk að „halda blaðamönnum fjarri hótelinu“ eins og segir í frétt argentínska miðilsins. Af umfjölluninni má ráða að umræddur blaðamaður hefur heimsótt hótelið nokkru áður en íslenska liðið mætti þangað í kvöld. Reikna má með því að fulltrúar Le Nacion verði mættir á æfingasvæði Íslands á morgun klukkan 11:30 að íslenskum tíma þegar opin æfing fer fram. Þá verða leikmenn Íslands til viðtals og reiknað með fjölda bæjarbúa á svæðið auk fulltrúa erlendra sem innlendra fjölmiðla.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Ómar Smárason hjá KSÍ fékk heilablóðfall í Rússlandi. 8. mars 2018 10:56