Vilja breyta forgangsröðuninni Hjörvar Ólafsson skrifar 27. nóvember 2018 08:00 Aðalkosningaloforð Guðna Bergssonar var að setja á laggirnar starf yfirmanns knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur ekki enn tekist. Fréttablaðið/Anton Brink Meðal þess sem rætt var á fundi forráðamanna aðildarfélaga KSÍ um helgina var staða yfirmanns knattspyrnumála. Staðan var auglýst laus til umsóknar í október síðastliðnum, umsóknarfrestur var til 15. nóvember og vonir stóðu til að ráðið yrði í starfið fyrir lok þessa árs. Í kjölfar fundarins tilkynnti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hins vegar að ráðningunni yrði frestað fram yfir ársþing KSÍ í febrúar á næsta ári. Guðni brást þannig við tillögu sem fram kom á fundinum þess efnis að heppilegra sé að ársþingið fái að koma að því að móta starfið og skuldbinda sambandið til framtíðar. Haraldur Haraldsson var mættur á fyrrgreindan fund sem framkvæmdastjóri Víkings og þar að auki sem formaður Íslensks toppfótbolta (ÍTF) sem eru hagsmunasamtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildunum hér á landi. „Þetta var góður fundur þar sem málin væru rædd á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Við fengum þar ágætis svör við því hver áformin eru með stöðu yfirmanns knattspyrnumála og stöðu mála hvað Laugardalsvöll varðar,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið. „Það er ekkert launungarmál að okkur sem störfum í hreyfingunni hefur fundist nokkuð óljóst hvert hlutverk þess manns sem á að sinna þessu starfi á að vera. Við fengum fína kynningu á því og það var svo niðurstaðan eftir fundinn að ársþingið fengi að ráða framhaldinu hvað varðar ferlið við að koma þessari stöðu á koppinn sem er bara mjög jákvætt,“ segir hann. „Við hjá ÍTF erum á þeirri skoðun að peningunum gæti mögulega verið betur varið í önnur verkefni. Það er því eðlilegt að hlustað verði á vilja félaganna þegar kemur að þessu máli. Það verður svo bara spennandi að sjá hvað félögin vilja gera í þessu máli þegar þar að kemur,“ segir Víkingurinn. „Þessa dagana er svo í gangi undirbúningur hjá ÍTF fyrir ársþingið þar sem við höfum hug á að koma fram sams konar eða svipuðum breytingum og á síðasta þingi. Það eru lagabreytingar sem snúa að því að ÍTF fái umboð til að semja um markaðsréttindin fyrir efstu deildirnar, þær fái aukið atkvæðavægi á ársþinginu og fellt verði út ákvæði þess efnis að aðilar geti eingöngu setið í nefndum og stjórnum á vegum KSí í 12 ár,“ segir Haraldur. „Við erum að freista þess að ná samkomulagi við stjórn KSí um að þessar lagabreytingar fái brautargengi á þinginu. Að öðrum kosti verður farin sama leið og síðast og tillögurnar lagðar fram í okkar nafni á þinginu og kosið um þær.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira
Meðal þess sem rætt var á fundi forráðamanna aðildarfélaga KSÍ um helgina var staða yfirmanns knattspyrnumála. Staðan var auglýst laus til umsóknar í október síðastliðnum, umsóknarfrestur var til 15. nóvember og vonir stóðu til að ráðið yrði í starfið fyrir lok þessa árs. Í kjölfar fundarins tilkynnti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, hins vegar að ráðningunni yrði frestað fram yfir ársþing KSÍ í febrúar á næsta ári. Guðni brást þannig við tillögu sem fram kom á fundinum þess efnis að heppilegra sé að ársþingið fái að koma að því að móta starfið og skuldbinda sambandið til framtíðar. Haraldur Haraldsson var mættur á fyrrgreindan fund sem framkvæmdastjóri Víkings og þar að auki sem formaður Íslensks toppfótbolta (ÍTF) sem eru hagsmunasamtök félaga sem eiga lið í tveimur efstu deildunum hér á landi. „Þetta var góður fundur þar sem málin væru rædd á yfirvegaðan og málefnalegan hátt. Við fengum þar ágætis svör við því hver áformin eru með stöðu yfirmanns knattspyrnumála og stöðu mála hvað Laugardalsvöll varðar,“ sagði Haraldur í samtali við Fréttablaðið. „Það er ekkert launungarmál að okkur sem störfum í hreyfingunni hefur fundist nokkuð óljóst hvert hlutverk þess manns sem á að sinna þessu starfi á að vera. Við fengum fína kynningu á því og það var svo niðurstaðan eftir fundinn að ársþingið fengi að ráða framhaldinu hvað varðar ferlið við að koma þessari stöðu á koppinn sem er bara mjög jákvætt,“ segir hann. „Við hjá ÍTF erum á þeirri skoðun að peningunum gæti mögulega verið betur varið í önnur verkefni. Það er því eðlilegt að hlustað verði á vilja félaganna þegar kemur að þessu máli. Það verður svo bara spennandi að sjá hvað félögin vilja gera í þessu máli þegar þar að kemur,“ segir Víkingurinn. „Þessa dagana er svo í gangi undirbúningur hjá ÍTF fyrir ársþingið þar sem við höfum hug á að koma fram sams konar eða svipuðum breytingum og á síðasta þingi. Það eru lagabreytingar sem snúa að því að ÍTF fái umboð til að semja um markaðsréttindin fyrir efstu deildirnar, þær fái aukið atkvæðavægi á ársþinginu og fellt verði út ákvæði þess efnis að aðilar geti eingöngu setið í nefndum og stjórnum á vegum KSí í 12 ár,“ segir Haraldur. „Við erum að freista þess að ná samkomulagi við stjórn KSí um að þessar lagabreytingar fái brautargengi á þinginu. Að öðrum kosti verður farin sama leið og síðast og tillögurnar lagðar fram í okkar nafni á þinginu og kosið um þær.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Sjá meira