Það fjölgar íslenskum þjálfurum í færeyska boltanum því í dag skrifaði Guðjón Þórðarson undir samning við NSÍ Runavík.
Guðjón skrifar undir tveggja ára samning við félagið en Guðjón hefur ekki verið í þjálfarastöðu síðan 2012 er hann stýrði Grindavík.
Hann hefur farið um víðan völl en meðal annars hefur hann stýrt íslenska landsliðinu, enska liðinu Stoke og Crewe Alexandra í Englandi.
NSÍ endaði í öðru sæti færeysku úrvalsdeildarinnar í ár, átján stigum á eftir Heimi Guðjónssyni og lærisveinum í HB sem rústuðu deildinni.
Annað sætið tryggði þó NSÍ Evrópusæti á næstu leiktíð svo Guðjón verður með liðið í Evrópukeppni.
Guðjón Þórðarson til Færeyja
Anton Ingi Leifsson skrifar
