Lloris man vel eftir víkingaklappinu á Arnarhóli Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 11. október 2018 11:00 Hugo Lloris. Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði franska landsliðsins, segir að heimsmeistarar Frakka beri virðingu fyrir íslenska landsliðinu og hann býst við erfiðum leik í kvöld. „Við búumst við erfiðum leik þó svo þetta sé vináttulandsleikur. Þessi leikur hjálpar okkur líka að undirbúa liðið fyrir leik gegn Þýskalandi á þriðjudag,“ segir Lloris og bætir við að liðið vilji ekki tapa sigurtilfinningunni. „Það er mikilvægt að viðhalda sjálfstrausti og sigurtilfinningunni og því verðum við að vinna. Fólkið okkar býst við miklu af okkur.“ Æfing franska liðsins í gær var eiginlega bara partí með 18 þúsund áhorfendum og það fólk fer örugglega fram á stóran sigur í kvöld. „Við verðum einbeittir og vitum hvers er vænst af okkur. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem er komið með nýjan þjálfara og eflaust nýjar hugmyndir. Við þekkjum liðið vel enda hefur íslenska liðið staðið sig mjög vel síðustu ár. Þeir vilja keppa og mæta örugglega tilbúnir í slaginn.“ Franska liðið er eitt margra sem hefur tekið upp víkingaklappið og byrjaði eiginlega á því á EM fyrir tveimur árum síðan. Lloris segir það hafa verið magnaða sjón að sjá allt fólkið klappa með íslenska landsliðinu á Arnarhóli. „Ég man enn eftir myndunum af því þegar íslenska liðið kom heim eftir EM. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Lloris hrifinn. „Þetta hefur stundum verið gert á völlum í Frakklandi og klappið sameinar fólk og leikmenn. Það er sérstaklega flott eftir sérstaka leiki. Víkingaklappið er táknrænt.“ Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45 Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00 Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00 Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði franska landsliðsins, segir að heimsmeistarar Frakka beri virðingu fyrir íslenska landsliðinu og hann býst við erfiðum leik í kvöld. „Við búumst við erfiðum leik þó svo þetta sé vináttulandsleikur. Þessi leikur hjálpar okkur líka að undirbúa liðið fyrir leik gegn Þýskalandi á þriðjudag,“ segir Lloris og bætir við að liðið vilji ekki tapa sigurtilfinningunni. „Það er mikilvægt að viðhalda sjálfstrausti og sigurtilfinningunni og því verðum við að vinna. Fólkið okkar býst við miklu af okkur.“ Æfing franska liðsins í gær var eiginlega bara partí með 18 þúsund áhorfendum og það fólk fer örugglega fram á stóran sigur í kvöld. „Við verðum einbeittir og vitum hvers er vænst af okkur. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem er komið með nýjan þjálfara og eflaust nýjar hugmyndir. Við þekkjum liðið vel enda hefur íslenska liðið staðið sig mjög vel síðustu ár. Þeir vilja keppa og mæta örugglega tilbúnir í slaginn.“ Franska liðið er eitt margra sem hefur tekið upp víkingaklappið og byrjaði eiginlega á því á EM fyrir tveimur árum síðan. Lloris segir það hafa verið magnaða sjón að sjá allt fólkið klappa með íslenska landsliðinu á Arnarhóli. „Ég man enn eftir myndunum af því þegar íslenska liðið kom heim eftir EM. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Lloris hrifinn. „Þetta hefur stundum verið gert á völlum í Frakklandi og klappið sameinar fólk og leikmenn. Það er sérstaklega flott eftir sérstaka leiki. Víkingaklappið er táknrænt.“
Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45 Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00 Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00 Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45
Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00
Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00
Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00