Lloris man vel eftir víkingaklappinu á Arnarhóli Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 11. október 2018 11:00 Hugo Lloris. Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði franska landsliðsins, segir að heimsmeistarar Frakka beri virðingu fyrir íslenska landsliðinu og hann býst við erfiðum leik í kvöld. „Við búumst við erfiðum leik þó svo þetta sé vináttulandsleikur. Þessi leikur hjálpar okkur líka að undirbúa liðið fyrir leik gegn Þýskalandi á þriðjudag,“ segir Lloris og bætir við að liðið vilji ekki tapa sigurtilfinningunni. „Það er mikilvægt að viðhalda sjálfstrausti og sigurtilfinningunni og því verðum við að vinna. Fólkið okkar býst við miklu af okkur.“ Æfing franska liðsins í gær var eiginlega bara partí með 18 þúsund áhorfendum og það fólk fer örugglega fram á stóran sigur í kvöld. „Við verðum einbeittir og vitum hvers er vænst af okkur. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem er komið með nýjan þjálfara og eflaust nýjar hugmyndir. Við þekkjum liðið vel enda hefur íslenska liðið staðið sig mjög vel síðustu ár. Þeir vilja keppa og mæta örugglega tilbúnir í slaginn.“ Franska liðið er eitt margra sem hefur tekið upp víkingaklappið og byrjaði eiginlega á því á EM fyrir tveimur árum síðan. Lloris segir það hafa verið magnaða sjón að sjá allt fólkið klappa með íslenska landsliðinu á Arnarhóli. „Ég man enn eftir myndunum af því þegar íslenska liðið kom heim eftir EM. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Lloris hrifinn. „Þetta hefur stundum verið gert á völlum í Frakklandi og klappið sameinar fólk og leikmenn. Það er sérstaklega flott eftir sérstaka leiki. Víkingaklappið er táknrænt.“ Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45 Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00 Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00 Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Hugo Lloris, markvörður og fyrirliði franska landsliðsins, segir að heimsmeistarar Frakka beri virðingu fyrir íslenska landsliðinu og hann býst við erfiðum leik í kvöld. „Við búumst við erfiðum leik þó svo þetta sé vináttulandsleikur. Þessi leikur hjálpar okkur líka að undirbúa liðið fyrir leik gegn Þýskalandi á þriðjudag,“ segir Lloris og bætir við að liðið vilji ekki tapa sigurtilfinningunni. „Það er mikilvægt að viðhalda sjálfstrausti og sigurtilfinningunni og því verðum við að vinna. Fólkið okkar býst við miklu af okkur.“ Æfing franska liðsins í gær var eiginlega bara partí með 18 þúsund áhorfendum og það fólk fer örugglega fram á stóran sigur í kvöld. „Við verðum einbeittir og vitum hvers er vænst af okkur. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu sem er komið með nýjan þjálfara og eflaust nýjar hugmyndir. Við þekkjum liðið vel enda hefur íslenska liðið staðið sig mjög vel síðustu ár. Þeir vilja keppa og mæta örugglega tilbúnir í slaginn.“ Franska liðið er eitt margra sem hefur tekið upp víkingaklappið og byrjaði eiginlega á því á EM fyrir tveimur árum síðan. Lloris segir það hafa verið magnaða sjón að sjá allt fólkið klappa með íslenska landsliðinu á Arnarhóli. „Ég man enn eftir myndunum af því þegar íslenska liðið kom heim eftir EM. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Lloris hrifinn. „Þetta hefur stundum verið gert á völlum í Frakklandi og klappið sameinar fólk og leikmenn. Það er sérstaklega flott eftir sérstaka leiki. Víkingaklappið er táknrænt.“
Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45 Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00 Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00 Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00 Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén og Gylfa Íslenska landsliðið í fótbolta mætir heimsmeistaraliði Frakka í vináttulandsleik í Frakklandi á morgun. Landsliðsþjálfarinn Erik Hamrén hélt blaðamannafund fyrir leikinn í dag ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni og var Vísir með beina útsendingu og textalýsingu frá fundinum. 10. október 2018 09:45
Gylfi Þór: Spennandi að spila gegn besta liði heims Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsfyrirliði er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frökkum á morgun. Honum finnst skemmtilegast að spila gegn bestu liðunum. 10. október 2018 13:00
Hamrén: Þessi leikur er mikil áskorun Erik Hamrén landsliðsþjálfari staðfesti í morgun að Emil Hallfreðsson myndi ekki spila vegna meiðsla og óvissa er með þrjá aðra. Æfingarnar hafa verið vel nýttar hér ytra og það þarf ekki að koma á óvart hvað hefur helst verið æft. 10. október 2018 20:00
Birkir Már: Var kominn vel út fyrir þægindarammann Bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson hefur upplifað margt á þessu ári þar sem hann er annað hvort að spila í Pepsi-deildinni eða gegn bestu leikmönnum heims. 10. október 2018 08:00
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti