Borisov segir að eldflaugin hafi bilað 123 sekúndum eftir flugtak og þá hafi geimfarið slitið sig sjálfkrafa frá eldflauginni.
Sjá einnig: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér
Það liggur þó ekki fyrir hvenær hægt verði að senda aðra geimfara til geimstöðvarinnar. Þar eru nú þrír áhafnarmeðlimir frá Rússlandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi og hafa þeir verið þar frá því í júní.
Geimfarið sem þeir þrír notuðu til að komast til geimstöðvarinnar er fast við geimstöðina og geta þeir snúið heim á ný þegar þeir þurfa þess. Einhver þyrfti þó að leysa þá af.
Til stendur að áhöfnin eigi að snúa aftur til jarðarinnar í desember en enn sem komið er er ekki vitað hve langt er þar til Rússar hefja mannaðar geimferðir á nýjan leik. Eðlilega er rannsóknin á biluninni í dag aðeins nýhafin. Í millitíðinni er tiltölulega auðvelt að senda birgðir til geimstöðvarinnar og er það reglulega gert frá Bandaríkjunum.
Þeir Nick Hague og Alexey Ovchinin eru sagðiri við góða heilsu.
Öllum niðurstöðum rannsóknar Rússsa verður deilt með Bandaríkjunum.