Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn RB Leipzig í þýska boltanum í dag.
Alfreð var þó skipt af velli eftir 58. mínútu og náði því ekki að setja mark sitt á leikinn.
Bayern München fóru í heimsókn til Wolfsburg í stærsta leik dagsins þar sem Robert Lewandowski kom Bayern yfir á 30. mínútu leiksins og var staðan 0-1 í hálfleiknum.
Það tók Pólverjann síðan ekki langan tíma í seinni hálfeiknum að bæta við öðru marki sínu og öðru marki Bayern en það gerðist strax á 48. mínútu leiksins og stefndi allt í öruggan sigur Bayern.
Það var hinsvegar aðeins nokkrum mínútum seinna þar sem Arjen Robben fékk að líta sitt annað gula spjald og því rautt og eftir það færðist spennan í leikinn.
Nokkrum mínútum eftir brottreksturinn náði Wolfsburg að minnka muninn með marki frá Wout Weghorst og því æsispennandi lokamínútur í vændum.
Liðsmenn Bayern náðu þó að halda út og gott betur því þeir bættu við öðru marki og var það James sem skoraði markið.
Úrslit dagsins:
Nürnberg 1-3 Hoffenheim
Bayer Leverkusen 1-2 Hannover 96
Augsburg 0-0 RB Leipzig
Stuttgart 0-4 Borussia Dortmund
Wolfsburg 1-3 Bayern München
