Dönsku landsliðsmennirnir söfnuðu saman fyrir einkaflugvél Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júní 2018 10:00 Jonas Knudsen, nýjasti pabbinn í danska landsliðinu, fékk flotta feðragjöf frá liðsfélögum sínum. Vísir/Getty Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sjá meira
Danir spila í dag annan leikinn sinn á HM í Rússlandi en þeir unnu 1-0 sigur á Perú í fyrsta leik og eru því í fínum málum í sínum riðli. Það hefur samt mikið gengið á í herbúðum Dana frá leiknum á móti Perú um síðustu helgi. Nýjustu fréttir úr herbúðum liðsins benda til að það sé mikil samheldni innan hópsins. Jonas Knudsen, einn leikmaður danska landsliðsins, varð pabbi eftir að hann flaug til Rússlands með danska landsliðinu. Kona hans, hin 25 ára gamla Trine, átti barnið mörgum vikum fyrir tímann. Jonas hafði því aldrei hitt dóttur sína og liðsfélagar hans í danska landsliðinu tóku sig saman og lögðu í púkk. Þeir söfnuðu á endanum fyrir einkaflugvél fyrir Jonas Knudsen þannig að hann gat flogið til Danmerkur á milli leikja og hitt dótturina og eiginkonuna. „Við vildum líka horfa á mannlegu hliðina,“ sagði markvörðurinn Kasper Schmeichel í viðtali við BBC. „Það er fullt af pöbbum í liðinu. Við verðum að passa okkur á því að gleyma því ekki að við erum manneskjur líka ekki bara fótboltamenn,“ sagði Schmeichel. „Við vildum gera allt sem við gátum þannig að hann gæti farið og hitt dóttur sína. Ég, sem faðir, geta varla ímyndað mér hversu erfitt það var fyrir hann að fá þessi skilaboð og vera hvergi nærri,“ sagði Schmeichel ennfremur. Jonas Knudsen spilar með Ipswich í Englandi en hann er vinstri bakvörður. Hann var kominn aftur til móts við danska liðið strax á mánudaginn en leikurinn við Perú var á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sjá meira