Hvað þýðir stórsigur Króatíu fyrir strákana okkar? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. júní 2018 21:37 Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði. Vilhelm Vonir Argentínu um að komast í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi minnkuðu talsvert eftir 3-0 tap fyrir Króatíu í D-riðli í dag. Ísland og Nígería eru í sama riðli og mætast í Volgograd á morgun. Sigur Króatíu þýðir að liðið er komið áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Nígería eiga enn möguleika að ná toppsæti riðilsins af Króötum en Argentínumenn ná þeim ekki úr þessu. Hvað strákana okkar í íslenska landsliðinu varðar hafa úrslitin í kvöld vitaskuld enga þýðingu ef Íslandi tekst ekki að ná í fleiri stig í keppninni. En það eru fjölmargir möguleikar í stöðunni sem vert er að fara yfir hér. Það er ljóst eftir úrslit kvöldsins að Ísland mun vinna riðilinn með sigrum í báðum þeim leikjum sem strákarnir okkar eiga eftir. Það er líka ljóst að fjögur stig til viðbótar munu duga Íslandi til að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. Sigur á Nígeríu á morgun mun setja íslenska liðið í afar sterka stöðu en dugir þó ekki einn og sér til að tryggja mönnum áfram í 16-liða úrslitin. Til að gulltryggja það þyrfti stig til viðbótar úr lokaleiknum gegn Króatíu. En þess má geta að það gæti dugað fyrir okkar menn að vinna bara annan leikinn sem eftir er. Ef að tvö eða fleiri lið enda með jafn mörg stig mun markatala ráða úrslitum og í því tilfelli gæti 3-0 tapið í dag reynst Argentínumönnum afar dýrkeypt. Úrslit í innbyrðisleikjum skiptir ekki máli, heildarmarkatala ræður förinni á heimsmeistaramótinu. Leikmenn íslenska landsliðsins eru vitaskuld ekkert að velta þessu fyrir sér og einbeita sér aðeins að því að vinna leikinn á morgun. Leikur Íslands og Nígeríu hefst klukkan 15.00.Staðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Ísland 1 (1-1) 3. Argentína 1 (1-4) 4. Nígería 0 (0-2) HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum. 22. júní 2018 08:30 Skoraði tvö gegn Íslandi í Króatíu en verður í banni á þriðjudaginn Marcelo Brozovic verður ekki í leikmannahóp Króatíu gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils því hann verður í leikbanni. 21. júní 2018 20:29 Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Sjá meira
Vonir Argentínu um að komast í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi minnkuðu talsvert eftir 3-0 tap fyrir Króatíu í D-riðli í dag. Ísland og Nígería eru í sama riðli og mætast í Volgograd á morgun. Sigur Króatíu þýðir að liðið er komið áfram í 16-liða úrslitin. Ísland og Nígería eiga enn möguleika að ná toppsæti riðilsins af Króötum en Argentínumenn ná þeim ekki úr þessu. Hvað strákana okkar í íslenska landsliðinu varðar hafa úrslitin í kvöld vitaskuld enga þýðingu ef Íslandi tekst ekki að ná í fleiri stig í keppninni. En það eru fjölmargir möguleikar í stöðunni sem vert er að fara yfir hér. Það er ljóst eftir úrslit kvöldsins að Ísland mun vinna riðilinn með sigrum í báðum þeim leikjum sem strákarnir okkar eiga eftir. Það er líka ljóst að fjögur stig til viðbótar munu duga Íslandi til að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslitin. Sigur á Nígeríu á morgun mun setja íslenska liðið í afar sterka stöðu en dugir þó ekki einn og sér til að tryggja mönnum áfram í 16-liða úrslitin. Til að gulltryggja það þyrfti stig til viðbótar úr lokaleiknum gegn Króatíu. En þess má geta að það gæti dugað fyrir okkar menn að vinna bara annan leikinn sem eftir er. Ef að tvö eða fleiri lið enda með jafn mörg stig mun markatala ráða úrslitum og í því tilfelli gæti 3-0 tapið í dag reynst Argentínumönnum afar dýrkeypt. Úrslit í innbyrðisleikjum skiptir ekki máli, heildarmarkatala ræður förinni á heimsmeistaramótinu. Leikmenn íslenska landsliðsins eru vitaskuld ekkert að velta þessu fyrir sér og einbeita sér aðeins að því að vinna leikinn á morgun. Leikur Íslands og Nígeríu hefst klukkan 15.00.Staðan í D-riðli: 1. Króatía 6 stig (Markatala: 5-0) 2. Ísland 1 (1-1) 3. Argentína 1 (1-4) 4. Nígería 0 (0-2)
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum. 22. júní 2018 08:30 Skoraði tvö gegn Íslandi í Króatíu en verður í banni á þriðjudaginn Marcelo Brozovic verður ekki í leikmannahóp Króatíu gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils því hann verður í leikbanni. 21. júní 2018 20:29 Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Sjá meira
Króatar munu hvíla lykilmenn gegn Íslandi Króatía er búið að tryggja sér farseðilinn í 16-liða úrslit á HM í Rússlandi þrátt fyrir að eiga eftir að leika einn leik í riðlinum, einmitt gegn Íslendingum. 22. júní 2018 08:30
Skoraði tvö gegn Íslandi í Króatíu en verður í banni á þriðjudaginn Marcelo Brozovic verður ekki í leikmannahóp Króatíu gegn Íslandi í lokaumferð D-riðils því hann verður í leikbanni. 21. júní 2018 20:29
Króatía komið áfram eftir stórsigur gegn Argentínu Króatía er komið áfram í 16-liða úrslit HM 2018 eftir 3-0 sigur á Argentínu í viðureign liðanna í riðli okkar Íslendinga í kvöld. 21. júní 2018 19:45