Heimir með Viðar Örn í hópnum á móti Tyrklandi og Kósóvó | Svona lítur hópurinn út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:23 Heimir Hallgrímsson tilkynnir hópinn. Vísir/Vilhelm Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Heimir og KSÍ héldu blaðamannafund í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og þar var farið yfir hvaða leikmenn fá það stóra verkefni að tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska liðið spilar fyrst út í Tyrklandi en kemur svo heim og mætir liði Kósóvó á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er eins og er við hlið Króatíu á toppi riðilsins en situr í öðru sætinu á lakari markatölu. Tyrkir og Úkraínumenn eru tveimur stigum á eftir og spennan því mikil fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins. Heimir gerir ekki stórar breytingar á hópnum sem lék á móti Finnlandi og Úkraínu í byrjun þessa mánaðar. Hann velur 25 manna hóp þar sem margir leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi og geta því verið í banni í seinni leiknum. Þetta er sami hópur og var síðast fyrir utan það að markvörðurinn Ingvar Jónsson dettur út og Ögmundur Kristinsson kemur inn. Þá bætist Arnór Smárason inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson er áfram í hópnum en Heimir tók hann inn á milli leikja í síðasta verkefni og ætlar Heimir að gefa Viðari fleiri tækifæri til að sýna sig á æfingum. Emil Hallfreðsson verður í leikbanni í leiknum út í Tyrklandi eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á móti Úkraínu í síðasta leik. Af þeim sökum er Heimir með fjölmennari hóp að þessu sinni eða alls 25 leikmenn.Landsliðshópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósovó.mynd/ksíHópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Rúnar Alex Rúnarsson, FC Nordsjæland Ögmundur Kristinsson, ExcelsiorVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan FC Kári Árnason, Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson, Brøndby IFMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Birkir Bjarnason, Aston Villa FC Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio (Í banni á móti Tyrklandi) Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson, Everton FC Rúrik Gíslason, 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Arnóri Ingvi Traustason, AEK Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Club Arnór Smárason, HammarbySóknarmenn Alfreð Finnbogason, FC Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Reading FC Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Viðar Örn Kjartansson HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn fyrir síðustu tvo leiki Íslands í undankeppni HM í Rússlandi 2018. Heimir og KSÍ héldu blaðamannafund í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og þar var farið yfir hvaða leikmenn fá það stóra verkefni að tryggja Íslandi sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Íslenska liðið spilar fyrst út í Tyrklandi en kemur svo heim og mætir liði Kósóvó á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið er eins og er við hlið Króatíu á toppi riðilsins en situr í öðru sætinu á lakari markatölu. Tyrkir og Úkraínumenn eru tveimur stigum á eftir og spennan því mikil fyrir síðustu tvær umferðir riðilsins. Heimir gerir ekki stórar breytingar á hópnum sem lék á móti Finnlandi og Úkraínu í byrjun þessa mánaðar. Hann velur 25 manna hóp þar sem margir leikmenn íslenska liðsins eru á gulu spjaldi og geta því verið í banni í seinni leiknum. Þetta er sami hópur og var síðast fyrir utan það að markvörðurinn Ingvar Jónsson dettur út og Ögmundur Kristinsson kemur inn. Þá bætist Arnór Smárason inn í hópinn. Viðar Örn Kjartansson er áfram í hópnum en Heimir tók hann inn á milli leikja í síðasta verkefni og ætlar Heimir að gefa Viðari fleiri tækifæri til að sýna sig á æfingum. Emil Hallfreðsson verður í leikbanni í leiknum út í Tyrklandi eftir að hann fékk sitt annað gula spjald í sigrinum á móti Úkraínu í síðasta leik. Af þeim sökum er Heimir með fjölmennari hóp að þessu sinni eða alls 25 leikmenn.Landsliðshópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósovó.mynd/ksíHópurinn sem mætir Tyrklandi og Kósóvó er skipaður eftirtöldum leikmönnum:Markmenn Hannes Þór Halldórsson, Randers FC Rúnar Alex Rúnarsson, FC Nordsjæland Ögmundur Kristinsson, ExcelsiorVarnarmenn Birkir Már Sævarsson, Hammarby Ragnar Sigurðsson, Rubin Kazan FC Kári Árnason, Aberdeen FC Ari Freyr Skúlason, KSC Lokeren Sverrir Ingi Ingason, Rostov FC Hörður Björgvin Magnússon, Bristol City FC Jón Guðni Fjóluson, IFK Norrkoping Hjörtur Hermannsson, Brøndby IFMiðjumenn Aron Einar Gunnarsson, Cardiff City FC Birkir Bjarnason, Aston Villa FC Emil Hallfreðsson, Udinese Calcio (Í banni á móti Tyrklandi) Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley FC Gylfi Þór Sigurðsson, Everton FC Rúrik Gíslason, 1.FC Nürnberg Ólafur Ingi Skúlason, Kardemir Karabükspor Arnóri Ingvi Traustason, AEK Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper Club Arnór Smárason, HammarbySóknarmenn Alfreð Finnbogason, FC Augsburg Jón Daði Böðvarsson, Reading FC Björn Bergmann Sigurðarson, Molde FK Viðar Örn Kjartansson
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Sjá meira