Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2017 15:25 Hrafnkell biður fólk um að fylgja leiðbeiningunum áður en það mætir í vinnuna í fyrramálið. vísir/afp Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim. Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22