Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. maí 2017 15:25 Hrafnkell biður fólk um að fylgja leiðbeiningunum áður en það mætir í vinnuna í fyrramálið. vísir/afp Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim. Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki er vitað hvort um sé að ræða sömu árásir og gerðar hafa verið víða um heim en þær hafa nú náð til 200 þúsund tölva í 150 löndum. „Við höfum ekki fengið staðfesta tilkynningu um að tölvur hérlendis hafi orðið fyrir þessari árás. En við höfum vísbendingar um sýkingar hérlendis, en það er óstaðfest. Það þýðir samt ekki að það séu ekki sýkingar – bara að við höfum ekki fengið þær,“ segir Hrafnkell.Fólk fylgi leiðbeiningunum strax Hrafnkell segir að málið sé í rannsókn og að send verði út fréttatilkynning vegna málsins síðar í dag. „Við erum að reyna að grafa okkur til botns í þessu til þess að fá skýrari mynd á hvaða veikleiki það er sem er nýttur til að dreifa vírusnum en við erum í samstarfi við erlenda aðila varðandi þau mál,“ segir Hrafnkell. Þá verði í framhaldinu sendar út uppfærðar leiðbeiningar um hvernig bregðast skuli við yfirvofandi hættu. „Þetta eru ákveðnar leiðbeiningar sem við mælum með að verði gerðar í fyrramálið – eða áður en fólk mætir í vinnuna.“Útbreiðsluhraðinn mikill Fram kemur á vefsíðu netöryggissveitar að um sé að ræða svokallaðan „WannaCry“ spillikóða sem nýti sér ákveðna veikleika. Árásin sé sérstaklega varasöm þar sem hún dreifi sér sjálfvirkt milli véla (ormur) á netlagi en flestar gíslatökuárásir hafa til þessa verið gerðar með tölvupósti og/eða spilltum vefsíðum. Útbreiðsluhraðinn hafi því verið verulega meiri en í fyrri árásum sem geri þessa mun skæðari. „Vísbendingar hafa borist um tiltölulega fáar sýktar vélar hérlendis en enn sem komið er hafa okkur ekki borist tilkynningar um árásir frá fórnarlömbum,“ segir á vefsíðunni. Ógnin herjar á Microsoft Windows stýrikerfi. Hún nýtir sér þekktan veikleika í SMB kerfinu (MS17-010) sem hefur þegar verið lagfærður af Microsoft. Svo virðist sem veikleikinn sé bundinn við útgáfur fyrir Windows 10 en engu að síður er mælt með að uppfæra allar vélar sem keyra Microsoft Windows stýrikerfi.Ógnin fari vaxandi Tölvuárásin hófst á föstudag. Óttast er að hún sé mun umfangsmeiri en áður var talið og að það muni koma í ljós í fyrramálið. Stjórnandi hjá Europol segir að allar líkur séu á að ógnin fari vaxandi og þá hafa öryggissérfræðingar varað við því að önnur árás sé yfirvofandi, auk þess sem hún gæti verið óstöðvandi. Árásin hefur haft hvað mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim.
Tölvuárásir Tengdar fréttir Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Bilun í tölvupóstkerfi Símans í nótt ótengd netárásunum Tæplega sautján klukkustunda bilun. 13. maí 2017 13:45
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22