Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 13:30 Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. VÍSIR/VILHELM Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.” Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira
Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.”
Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Sjá meira
Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00