Öryrkja hent út fyrir hundahald í Hátúni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. nóvember 2017 06:00 Niðurbrotin. Sigurbjörg Hlöðversdóttir þarf að hafa sig á brott úr íbúðinni í Hátúni 10 vegna hundahalds. vísir/ernir „Ég fer bara niður í Laugardal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurbjörg hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gæludýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/AðsendSigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hundinn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja í september fékk ég bara þrjá mánuði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póstkassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda húsreglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartanir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dögunum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. Áfall. Sigurbjörg segir að hún muni ekki láta frá sér hundinn frekar en ef um barnið hennar væri að ræða.vísir/ernir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
„Ég fer bara niður í Laugardal í tjald, það er ekkert annað að gera,“ segir Sigurbjörg Hlöðversdóttir, íbúi í Hátúni 10, sem fyrir helgi fékk bréf frá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalags Íslands, þess efnis að hún þyrfti að hafa sig þaðan á brott fyrir 1. desember næstkomandi. Ástæðan er að Sigurbjörg hefur búið þar með lítinn pomeranian-hund sem er henni allt. Gæludýrahald í öryrkjablokkunum í Hátúni var bannað árið 2015 – vegna fjölda kvartana, að sögn forsvarsmanna Brynju. Bannið vakti hörð viðbrögð á sínum tíma og reyndist mörgum íbúum áfall. Margir íbúanna hafa þó haldið gæludýr í blokkunum síðan enda hafa þeir sagt dýrin sér lífsnauðsynleg. Dýrin hjálpi þeim mjög að rjúfa félagslega einangrun og einsemd. Ekki hafa þó allir verið svo heppnir að vera látnir afskiptalausir með dýr sín.Hundurinn Hrollur. Fréttablaðið/AðsendSigurbjörg kveðst gjörsamlega miður sín enda komi ekki til greina af hennar hálfu að losa sig við hundinn Hroll, sem sé ljósið í lífi hennar. Hún flutti í Hátún 10 í febrúar síðastliðnum og fékk þá sex mánaða reynslusamning eins og tíðkast. „En þegar kom að því að framlengja í september fékk ég bara þrjá mánuði, af því að ég er með þennan litla hund. Svo fékk ég bréf í póstkassann í síðustu viku þar sem mér er sagt að ég verði að koma mér út 1. desember, losa íbúðina og skila lyklunum.“ Aðspurð hvort henni sé gefinn kostur á að losa sig við hundinn og halda íbúðinni segir hún svo vera. „Jú, ég má losa mig við hann en ég losa mig ekki við hann frekar en þetta væri barnið mitt. En þar sem ég neita því þá eru svörin bara: Út með þig. Þessi hundur gerir ekki neitt. Þetta er lítið þriggja kílóa dýr. Það eru aðrir hundar hér og kettir en enginn annar hefur fengið svona bréf.“ Sigurbjörg kveðst hafa leitað til lögfræðings ÖBÍ en fengið þau svör að hússjóðurinn sé í rétti enda húsreglurnar skýrar. Tíðindin reyndust henni verulegt áfall. „Þetta eru húsreglur og allt í góðu með það en það er ekkert svigrúm til samvinnu. Ég hef bent á að hér eru þrjár blokkir í Hátúni, af hverju má ekki ein þeirra leyfa dýr?“ Hún segir hundinn Hroll vinsælan hjá nágrönnum hennar. „Það er ekkert ofnæmi eða kvartanir. Fólkinu hérna þykir svo vænt um hundinn. Það grætur af gleði yfir að fá að klappa honum,“ segir Sigurbjörg sem kveðst hafa farið með hundinn til foreldra sinna í Hveragerði á dögunum þar sem hún hafi verið andlega búin á því. Áfall. Sigurbjörg segir að hún muni ekki láta frá sér hundinn frekar en ef um barnið hennar væri að ræða.vísir/ernir
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna aðgerðar sérsveitar Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira