Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir sumarkosningar Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. apríl 2017 12:09 Jeremy Corbyn og Nicola Sturgeon á fundi í Frakklandi í fyrra. Vísir/getty Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi. Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Á annað þúsund manns gengu til liðs við breska Frjálslynda flokkinn á fyrsta klukkutímanum eftir að Theresa May tilkynnti um sumarkosningarnar í Bretlandi, þremur árum á undan áætlun. Telja forsvarsmenn flokksins þetta vera til marks um að breska kjósendur þyrsti í að hverfa frá áformum um „hart Brexit“ eins og allt stefni í undir forystu Íhaldsflokksins. „Skráningum hefur stórfjölgað og hafa meðlimir ekki verið fleiri á þessari öld,“ segir í tilkynningu frá flokknum.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Forseti flokksins, Sal Brinton, segir í sömu tilkynningu; „Þetta er tíminn fyrir frjálslynda til að standa saman og það er einmit það sem fólk um allt land er að gera. Fjölgunin í flokknum staðfestir að litið er á Frjálslynda flokkinn sem hina raunverulegu andstöðu við þessa íhaldssömu Brexit-ríkisstjórn. Meðan Theresa May reynir að kljúfa þjóðina eru frjálslyndir þeir einu sem berjast fyrir opnu, umburðarlyndu og sameinuðu Bretlandi,“ segir forsetinn í tilkynningunni.We've gained 1000 members in the last hour. This election is your chance to change the direction of our country. pic.twitter.com/8IWDxXA0A1— Lib Dem Press Office (@LibDemPress) April 18, 2017 Tónninn ákveðinn Þrátt fyrir að stutt sé liðið frá tilkynningunni og þó svo að hún hafi komið alveg flatt upp á Verkamannaflokkinn (sem hélt neyðarfund í morgun að blaðamannafundi May loknum) er ljóst að orðræða stjórnarandstæðinga fyrir kosningarnar er farin að taka á sig mynd. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins og nú forseti Frjálslynda flokksins hafa öll talað á svipuðum nótum í morgun. Forsætisráðherrann hafi það eitt að markmiði að þröngva Bretum í gegnum hart, sársaukafullt Brexit meðan flokkur hennar nýtur yfirburðafylgis samkvæmt skoðanakönnunum. Sjá einnig: Jeremy Corbyn til í slaginn í sumar Nýjasta könnun YouGov sýnir Íhaldsflokkinn njóta 44% stuðnings, Verkamannaflokkurinn er með 23%, frjálslyndir með 12% og aðrir minna. Þá telur helmingur Breta að Theresa May sé sá leiðtogi stjórnmálaflokks sem sé best til þess fallinn að gegna embætti forsætisráðherra.With the PM calling a general election for 8 June, here's YouGov's most recent voting intentionCon - 44%Lab - 23%LD - 12%UKIP - 10% pic.twitter.com/t6v36qPSrn— YouGov (@YouGov) April 18, 2017 Í þessu ljósi sé því varla hægt að ræða um kosningar í sumar, eðlilegra væri að tala um valdarán eins og einn álitsgjafi Guardian orðar það. Þrátt fyrir það hafa allir fyrrnefndu flokkarnir sagst styðja hugmyndina um kosningar í sumar.Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli um að kosningabaráttan verði hörð og reglulega áhugaverð. Þá muni úrslit frönsku forsetakosninganna einnig geta haft töluverð áhrif á niðurstöður sumarkosninganna í Bretlandi. Ef þjóðernissinninn og Evrópusambandsandstæðingurinn Marine Le Pen stendur uppi sem sigurvegari gera álitsgjafar sterklega ráð fyrir að það muni gefa Theresu May og félögum byr undir báða vængi.
Tengdar fréttir Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00 Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Bein útsending: May boðar til kosninga Boðað hefur verið til kosninga í Bretlandi þann 8. júní, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:00
Jeremy Corbyn er til í slaginn í sumar Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, fagnar tillögu forsætisráðherrans Theresu May um kosningar þann 8. júní næstkomandi, þremur árum á undan áætlun. 18. apríl 2017 10:55