Segja kafbátinn hafa staðist allar öryggisprófanir Þórdís Valsdóttir skrifar 26. nóvember 2017 10:51 Aðstandendur sjóliðanna sem eru um borð í kafbátnum ARA San Juan segja kafbátinn hafa verið í slæmu ástandi. Fjöldi fólks kom saman við flotastöðina Mar del Plata í gær til að biðja fyrir sjóliðunum. vísir/afp Argentínski sjóherinn heldur því fram að kafbáturinn ARA San Juan sem leitað er að hafi verið í góðu ástandi. Ekkert hefur spurst til kafbátsins frá 15. nóvember. Fjörutíu og fjórir sjóliðar voru um borð í kafbátnum og hafa aðstandendur þeirra sagt að kafbáturinn hafi ekki verið í góðu ásigkomulagi. Kafbáturinn er 34 ára gamall. Argentínski sjóherinn segir að kafbáturinn hafi staðist öryggiseftirlit áður en báturinn hélt af stað frá höfninni Ushuaia til Mar del Plata þann 8. nóvember síðastliðinn. „Tveimur dögum áður en báturinn sigldi af stað var gerð prófun á öllu stýrikerfi bátsins,“ sagði Enrique Balbi talsmaður sjóhersins á blaðamannafundi á laugardag.Möguleg sprenging nálægt ferðum ARA San Juan Balbi sagði að skipstjóri kafbátsins hafi tilkynnt bilun í rafgeymi bátsins, en stuttu síðar haft samband í gegnum gervihnattasíma og sagt að vandamálið væri leyst og báturinn myndi halda för sinni áfram til Mar del Plata. Þetta voru síðustu samskipti sem höfð voru við áhöfn ARA San Juan áður en hann hvarf. Vonir um að áhöfnin finnist á lífi hafa dvínað eftir að bandaríski sjóherinn tilkynnti að sama dag og báturinn hvarf hafi sprenging átt sér stað neðansjávar. Stofnun samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (CTBTO) hefur einnig tilkynnt möglega sprengingu í Suður-Atlantshafi, nálægt staðsetningu ARA San Juan þann 15. nóvember. „Við erum á því stigi að við erum vongóð og vonlaus á sama tíma. Við erum einbeitt í því að finna kafbátinn,“ sagði Enrique Balbi. Tengdar fréttir Heita því að komast að því hvað varð um argentínska kafbátinn Níu dagar eru nú liðnir frá því að síðast spurðist til argentínska kafbátsins ARA San Juan með 44 manna áhöfn. 24. nóvember 2017 20:27 Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Argentínski sjóherinn heldur því fram að kafbáturinn ARA San Juan sem leitað er að hafi verið í góðu ástandi. Ekkert hefur spurst til kafbátsins frá 15. nóvember. Fjörutíu og fjórir sjóliðar voru um borð í kafbátnum og hafa aðstandendur þeirra sagt að kafbáturinn hafi ekki verið í góðu ásigkomulagi. Kafbáturinn er 34 ára gamall. Argentínski sjóherinn segir að kafbáturinn hafi staðist öryggiseftirlit áður en báturinn hélt af stað frá höfninni Ushuaia til Mar del Plata þann 8. nóvember síðastliðinn. „Tveimur dögum áður en báturinn sigldi af stað var gerð prófun á öllu stýrikerfi bátsins,“ sagði Enrique Balbi talsmaður sjóhersins á blaðamannafundi á laugardag.Möguleg sprenging nálægt ferðum ARA San Juan Balbi sagði að skipstjóri kafbátsins hafi tilkynnt bilun í rafgeymi bátsins, en stuttu síðar haft samband í gegnum gervihnattasíma og sagt að vandamálið væri leyst og báturinn myndi halda för sinni áfram til Mar del Plata. Þetta voru síðustu samskipti sem höfð voru við áhöfn ARA San Juan áður en hann hvarf. Vonir um að áhöfnin finnist á lífi hafa dvínað eftir að bandaríski sjóherinn tilkynnti að sama dag og báturinn hvarf hafi sprenging átt sér stað neðansjávar. Stofnun samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnavopn (CTBTO) hefur einnig tilkynnt möglega sprengingu í Suður-Atlantshafi, nálægt staðsetningu ARA San Juan þann 15. nóvember. „Við erum á því stigi að við erum vongóð og vonlaus á sama tíma. Við erum einbeitt í því að finna kafbátinn,“ sagði Enrique Balbi.
Tengdar fréttir Heita því að komast að því hvað varð um argentínska kafbátinn Níu dagar eru nú liðnir frá því að síðast spurðist til argentínska kafbátsins ARA San Juan með 44 manna áhöfn. 24. nóvember 2017 20:27 Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Heita því að komast að því hvað varð um argentínska kafbátinn Níu dagar eru nú liðnir frá því að síðast spurðist til argentínska kafbátsins ARA San Juan með 44 manna áhöfn. 24. nóvember 2017 20:27
Sprenging heyrðist skömmu eftir að kafbáturinn hvarf Kafbáturinn ARA San Juan, hvarf undan ströndum Argentínu á miðvikudaginn en 44 eru í áhöfn bátsins. 23. nóvember 2017 14:30