Tvö sprotafyrirtæki auðvelda leigjendum íbúða að auka tekjurnar Heimir Már Pétursson skrifar 5. júlí 2017 14:00 Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Tvö ung sprotafyrirtæki hafa tekið höndum saman um að bjóða fólki sem leigir tímabundið út íbúðir sínar upp á að setja upp þjónustusíður við auglýsingar þeirra á leigusíðum. Þannig geti leigjendur vakið athygli á fjölbreyttri þjónustu og afþreyingu og jafnframt drýgt tekjur sínar af húsnæðinu. Sprotafyrirtækin Travelade og TotalHost voru bæði stofnuð á síðasta ári. Þau hafa nú skrifað undir samstarfssamning sem ætlað er að gera leigusölum, sem leigja íbúðir sínar út í skammtímaleigu til ferðafólks, kleift að verða enn betri gestgjafar og næla sér um leið í aukatekjur. Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Travelade segir ferðamenn vera að leita að upplifun þegar þeir komi til Íslands. „Og þeir leita oft til þessara gestgjafa. Ef ég er með AirBnB íbúð leita gestirnir oft til mín, biðja mig um meðmæli; hvað á ég að gera á íslandi, hvað á ég að skoða, hvað á ég að sjá Þannig að við erum í raun að gera þessum gestgjöfum kleift að að búa til persónulegar síður með upplýsingum og meðmælum fyrir ferðamenn til að auðvelda þeim lífið,“ segir Andri Heiðar. Bæði fyrirtækin eru sprotafyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu. Travelade er vefur sem auðveldar ferðafólki að skipuleggja ferðalagið sitt og finna ferðir, ráðleggingar og afþreyingu við sitt hæfi. En TotalHost gerir hins vegar leigusölum sem leigja íbúðir sínar ferðafólki, t.d. í gegnum AirBnB, kleift að fá greidda ákveðna þóknun frá bílaleigum og öðrum ferðaþjónustuaðilum fyrir að benda ferðafólki á þjónustu þeirra.Ganga ekki eftir skráningu íbúða Andri Heiðar segir fyrirtækin hins vegar ekki ganga eftir því að þeir sem þeir sem leigi íbúðirnar séu skráðir hjá sýslumanni og ekki sé eingöngu verið að miða á þá sem eru með íbúðir sínar skráðar hjá AirBnB. Það sé á ábyrgð hvers og eins leigusala að skrá starfsemi sína. En margir sem leigi út íbúðir séu nú þegar að veita viðskiptavinum sínum alls kyns upplýsingar um afþreyingu og þjónustu og Travelade og TotalHost ætli í samstarfi að auðvelda leigusölum þetta. „Á móti þá getur gestgjafinn fengið auknar tekjur, þóknunartekjur, með því að hjálpa þessum aðila. Með því að hjálpa þessum aðila að bóka hvort sem það eru bílaleigubílar eða ferðir og fleira,“ segir Andri Heiðar. Þá telur hann að með því að leigusalar veki athygli á ýmsu því sem hægt sé að skoða á Íslandi og taka sér fyrir hendur, muni þetta hjálpa til við að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Vegna þess að ef við erum með fjöldann allan af fólki sem er að búa til meðmæli eða hálfgerðar ferðahandbækur á Netinu fyrir sína ferðamenn, þá sjáum við að það gerist sjálfkrafa að mælt er með fleiri stöðum. Það er ekki bara verið að mæla með gullna hringnum og Blá lóninu, heldur verið að segja frá gönguleiðum hér og þar og ferðum víðar um landið. Þannig að við erum að vonast til að þetta hjálpi líka til við að dreifa ferðamönnum aðeins betur um landið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira