Ekkert verður af sameiningu FÁ og Tækniskólans Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. júlí 2017 17:23 Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ekki verði af sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans að svo stöddu. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að gerð verði greining á einstökum landsvæðum eða klösum skóla, sem og greining á einstökum skólum með tilliti til styrkleika og veikleika þeirra. Að þeirri vinnu lokinni mun ráðherra ákveða hvort ástæða sé til að ráðast í sameiningar skóla eða gera aðrar breytingar á starfsemi þeirra svo efla megi gæði náms, skilvirkni í starfsemi og þjónustu við nemendur.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/PjeturMennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið greiningu á gögnum sem unnin voru um hugsanlega sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Ráðuneytið fékk einnig Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til að leggja sitt mat á gögnin. Niðurstaða ráðherra er að ekki verði ráðist í að sameina rekstur skólanna að svo stöddu. Nauðsynlegt sé að gera ítarlegri athuganir á stöðu framhaldsskólanna í landinu og þróun í starfsemi þeirra á næstu árum meðal annars vegna fyrirsjáanlegra breytinga á nemendafjölda vegna styttingar náms til stúdentsprófs, stærð árganga á næstu árum, námsframboðs og annarra þátta. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra segir nauðsynlegt að athuga þá kosti sem í stöðunni eru þegar nemendum á framhaldsskólastigi muni væntanlega fækka um 600 á ári á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á nemendafjölda annars staðar á landinu. „Það er nauðsynlegt að athuga fyrirkomulag fræðslunnar því eðlilega hljóta framhaldsskólar að mótast af þeim breytingum sem verða í umhverfi þeirra, þörfum og væntingum nemenda og þeim fjölda nemenda sem í þá sækja,“ er haft eftir menntamálaráðherra í tilkynningu. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ekki verði af sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans að svo stöddu. Í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu segir að gerð verði greining á einstökum landsvæðum eða klösum skóla, sem og greining á einstökum skólum með tilliti til styrkleika og veikleika þeirra. Að þeirri vinnu lokinni mun ráðherra ákveða hvort ástæða sé til að ráðast í sameiningar skóla eða gera aðrar breytingar á starfsemi þeirra svo efla megi gæði náms, skilvirkni í starfsemi og þjónustu við nemendur.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/PjeturMennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lokið greiningu á gögnum sem unnin voru um hugsanlega sameiningu á rekstri Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Ráðuneytið fékk einnig Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri til að leggja sitt mat á gögnin. Niðurstaða ráðherra er að ekki verði ráðist í að sameina rekstur skólanna að svo stöddu. Nauðsynlegt sé að gera ítarlegri athuganir á stöðu framhaldsskólanna í landinu og þróun í starfsemi þeirra á næstu árum meðal annars vegna fyrirsjáanlegra breytinga á nemendafjölda vegna styttingar náms til stúdentsprófs, stærð árganga á næstu árum, námsframboðs og annarra þátta. Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra segir nauðsynlegt að athuga þá kosti sem í stöðunni eru þegar nemendum á framhaldsskólastigi muni væntanlega fækka um 600 á ári á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fyrirsjáanlegar eru breytingar á nemendafjölda annars staðar á landinu. „Það er nauðsynlegt að athuga fyrirkomulag fræðslunnar því eðlilega hljóta framhaldsskólar að mótast af þeim breytingum sem verða í umhverfi þeirra, þörfum og væntingum nemenda og þeim fjölda nemenda sem í þá sækja,“ er haft eftir menntamálaráðherra í tilkynningu.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46 Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Skólameistari FÁ færir sig yfir í Hamrahlíðina Steinn Jóhannsson segir að ólíkt öðru starfsfólki FÁ hafi hann ekki haft tryggingu um áframhaldandi starf. 11. maí 2017 11:46
Starfsfólk við FÁ fordæmir gerræðisleg vinnubrögð Kristjáns Þórs Eiríkur Brynjólfsson segir kennurum hreinlega misboðið vegna þess hvernig staðið er að fyrirhugaðri sameiningu Tækniskólans og FÁ. 5. maí 2017 13:49
Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00
Sex hópar mótmæla sameiningu FÁ og Tækniskólans á Austurvelli Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli í dag klukkan 15 vegna umræðunnar um sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla. 28. maí 2017 09:39