Útlit fyrir lögbrot í skólpmálinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. júlí 2017 14:22 Útlit er fyrir að lög um upplýsingarétt um umhverfismál hafi verið brotin þegar ákveðið var að upplýsa almenning ekki um bilun í neyðarloku í dælustöð Veitna ohf. við Faxaflóa sem olli saurmengun meðfram strandlengju í Vesturbæ Reykjavíkur. Um 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi flæddu út í hafið á hverri sekúndu við Faxaskjól í Reykjavík í 10 sólarhringa áður en greint var frá biluninni í fjölmiðlum. Í 10. grein laga um upplýsingarétt um umhverfismál segir að stjórnvöldum sé ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Lagaákvæðið er orðað með þeim hætti að stjórnvöld hafa ekki val um að upplýsa almenning að fyrra bragði um skaðlega mengun. Ekki náðist í forsvarsmenn Veitna ehf við vinnslu fréttarinnar til að svara fyrir meint lögbrot. Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Allt að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi hafa runnið í sjóinn á hverri sekúndu frá því að bilunin gerði vart við sig þann 26. júní síðastliðinn.Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur frá því í morgun segir að engin hætta sé á því að saurgerlamengun berist í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur eru opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum þann 6. júlí og skv. staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni þann 7. júlí sl. og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama. Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira
Útlit er fyrir að lög um upplýsingarétt um umhverfismál hafi verið brotin þegar ákveðið var að upplýsa almenning ekki um bilun í neyðarloku í dælustöð Veitna ohf. við Faxaflóa sem olli saurmengun meðfram strandlengju í Vesturbæ Reykjavíkur. Um 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi flæddu út í hafið á hverri sekúndu við Faxaskjól í Reykjavík í 10 sólarhringa áður en greint var frá biluninni í fjölmiðlum. Í 10. grein laga um upplýsingarétt um umhverfismál segir að stjórnvöldum sé ævinlega skylt að hafa frumkvæði að upplýsingagjöf sé ástæða til að ætla að frávik vegna mengandi efna í umhverfi geti haft í för með sér hættu eða skaðleg áhrif á umhverfi eða heilsu fólks eða dýra. Lagaákvæðið er orðað með þeim hætti að stjórnvöld hafa ekki val um að upplýsa almenning að fyrra bragði um skaðlega mengun. Ekki náðist í forsvarsmenn Veitna ehf við vinnslu fréttarinnar til að svara fyrir meint lögbrot. Um er að ræða alvarlegustu og lengstu bilun sem orðið hefur á skólphreinsikerfinu frá upphafi. Allt að 750 lítrar af óhreinsuðu skólpi hafa runnið í sjóinn á hverri sekúndu frá því að bilunin gerði vart við sig þann 26. júní síðastliðinn.Í tilkynningu frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur frá því í morgun segir að engin hætta sé á því að saurgerlamengun berist í Nauthólsvík þegar neyðarlúgur eru opnar í fráveitudælustöðinni í Faxaskjóli. Heilbrigðiseftirlitið tók sýni í sjónum þann 6. júlí og skv. staðfestum niðurstöðum frá Mæliþjónustu Matís ohf. voru saurgerlar 1/100 ml. Heilbrigðiseftirlitið tók einnig sýni þann 7. júlí sl. og bráðabirgðaniðurstaða úr því er sú sama.
Skólpmengun við Faxaskjól Tengdar fréttir Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30 Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42 Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira
Búið að stöðva rennsli úr skólplögn í Faxaskjóli Um bráðabirgðarlausn er að ræða. Notast er við keðjutalíu á neyðarlúguna sem nýtast á fram á mánudag. 6. júlí 2017 15:30
Óttinn við saur í Nauthólsvík ennþá ástæðulaus Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ítrekar að engin hætta er á því að mengun berist að útivistarsvæðinu í Nauthólsvík. 8. júlí 2017 11:42
Skólpið væri tæpa klukkustund að fylla Laugardalslaug Bilun í skólhreinsistöð í Faxaskjóli hefur varað í 11 sólarhringa. Fylla hefði mátt Laugardalslaugina 150 þúsund sinnum með óhreinsaða skólpinu. 6. júlí 2017 11:00