Mikill fjöldi þingmannafrumvarpa á Alþingi endurfluttur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2017 20:00 Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu. Alþingi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira