Innlent

Alþjóðaflugvöllur í Árborg?

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hugmyndin er að byggja völlin á landflæminu milli Selfoss og Stokkseyrar.
Hugmyndin er að byggja völlin á landflæminu milli Selfoss og Stokkseyrar. map.is
Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á byggingu alþjóðaflugvallar í sveitarfélaginu. Bæjarráð Árborgar samþykkti á dögunum að koma á fót starfshópi sem héldi utan um vinnuna en hugmyndin er að byggja völlinn á svæðinu milli Selfoss og Stokkseyrar.

Haft er eftir framkvæmdastjóra Árborgar, Ástu Stefánsdóttur, í Morgunblaðinu í dag að eðlilegt sé að skoða hvort hugmyndin sé raunhæf og að fyrsta skrefið sé að rannsaka jarðvegsaðstæður og veðurgögn.

Nokkrir einstaklingar höfðu frumkvæði að málinu og buðust til að leiða verkefnið. Einn þeirra er Andri Björgvin Arnþórsson, sem segist í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með undirtektir Árborgar. Honum og tveimur bræðrum hans hafi þótt rétt að kanna hvort hægt væri að byggja flugvöll á Suðurlandi í ljósi þess að rúmlega 90% ferðamanna sem hingað koma fari um þær slóðir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.