Síðasta púslið í vörn Íslandsmeistaranna var sá besti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2017 06:00 Valsmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2017 að mati Vísis og Fréttablaðsins. Vísir/Anton Sumarið 2017 var sumar Valsmanna í Pepsi-deildinni og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að margir leikmenn Íslandsmeistaranna séu meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis. Valsliðið á ekki bara tvo efstu mennina, því liðið á fjóra leikmenn á topp tíu, sjö leikmenn á topp tuttugu og 45 prósent af liði ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Valsvörnin var öðrum fremur það sem lagði grunninn að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í tíu ár og tveir bestu leikmenn tímabilsins eru báðir í lykilhlutverkum í henni. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er leikmaður ársins en hann var með langhæstu meðaleinkunnina eða 6,93. Eiður Aron fékk sjö eða hærra í ellefu af fimmtán leikjum sínum og sýndi mikinn stöðugleika í sínum leik í allt sumar. Eiður Aron er 27 ára gamall Eyjamaður sem spilaði síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2014 með ÍBV-liðinu en hefur reynt fyrir sér í Svíþjóð (Örebro SK), Noregi (Sandnes Ulf) og Þýskalandi (Holstein Kiel) sem atvinnumaður. Eiður Aron byrjaði ekki tímabilið með Val en hann fékk félagsskipti frá þýska C-deildarliðinu Holstein Kiel 17. maí.Eiður Aroon í fyrsta leik sínum með Val.Vísir/AntonLét hann sitja á bekknum í fyrstu leikjunumEiður Aron lék sinn fyrsta leik með Val í Pepsi-deildinni á móti KA 18. júní en liðið hélt þá hreinu í 1-0 sigri. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá búinn að bíða með hann á varamannabekknum í þremur leikjum í röð án þess að setja hann inn á völlinn. Héldu miklu oftar hreinu Eiður Aron leit hins vegar ekki til baka eftir að honum var afhent byrjunarliðssætið og spilaði síðustu fimmtán leikina. Það má segja að besti leikmaður ársins sé síðasta púslið í meistaravörnina hans Ólafs. Valsliðið hélt einu sinni hreinu í fyrstu sjö leikjum án hans (14 prósent leikja) en sex sinnum hreinu í fimmtán leikjum með hann innanborðs (40 prósent). Vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson varð annar í einkunnagjöfinni í sumar en reynsluboltinn var aðeins 0,01 á undan markakónginum Andra Rúnari Bjarnasyni úr Grindavík. Þriðji meðlimur Valsvarnarinnar inn á topp tíu var miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson sem var í áttunda sætinu en brimbrjóturinn á miðjunni og helsti hjálparkokkur Valsvarnarinnar, Haukur Páll Sigurðsson, varð aftur á móti fimmti.Sjö Valsmenn á topp 20Það eru fleiri Valsmenn meðal efstu manna. Anton Ari Einarsson er efstur markvarða og miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er næsti maður inn á topp tíu. Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson, einn af óvæntu uppgötvunum sumarsins, er síðan sjöundi Valsmaðurinn inn á topp tuttugu. Það eru fleiri minni titlar sem menn tryggja sér. Eiður Aron er besti varnarmaðurinn, Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason besti sóknarmaðurinn, Blikinn Gísli Eyjólfsson besti miðjumaðurinn og Valsmaðurinn Anton Ari Einarsson besti markvörðurinn. Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var besti gamli maðurinn (34 ára og eldri) en Fjölnismaðurinn Birnir Snær Ingason besti ungi leikmaðurinn (21 árs eða yngri). FH-ingurinn Steven Lennon var síðan besti erlendi leikmaður Pepsi-deildarinnar.Hér má sjá fimm Valsmenn umkringja KA-manninn Almar Ormarsson. Allir fimm voru meðal 23ja efstu í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Þeir eru Haukur Páll, Eiður Aron, Sigurður Egill, Bjarni Ólafur og Anton Ari. Vísir/AntonBesti leikmaður ársins:(Lágmark að fá einkunn í 14 leikjum) 1. Eiður Aron Sigurbjörnsso, Valur 6,93 2. Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur 6,65 3. Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 6,64 4. Gísli Eyjólfsson, Breiðablik 6,62 5. Haukur Páll Sigurðsson, Valur 6,58 5. Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 6,58 7. Steven Lennon, FH 6,55 8. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 6,50 8. Orri Sigurður Ómarsson, Valur 6,50 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan 6,50 11. Guðjón Pétur Lýðsson, Valur 6,43 12. Birnir Snær Ingason, Fjölnir 6,41 13. Sindri Snær Magnússon, ÍBV 6,40 13. Kwame Quee, Víkingur Ó. 6,40 15. Anton Ari Einarsson, Valur 6,36 16. Pablo Punyed, ÍBV 6,33 16. Christian Martinez, Víkingur Ó. 6,33 16. Atli Arnarsson, ÍBV 6,33 19. Einar Karl Ingvarsson, Valur 6,29 19. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6,29 19. Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA 6,29 22. Baldur Sigurðsson, Stjarnan 6,27 23. Sigurður Egill Lárusson, Valur 6,24 24. Haraldur Björnsson, Stjarnan 6,22 25. Dion Acoff, Valur 6,20 26. Damir Muminovic, Breiðablik 6,18 27. Daníel Laxdal, Stjarnan 6,17 28. Alex Freyr Hilmarsson, Víkingur R. 6,14 29. Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan 6,14 29. Kristijan Jajalo, Grindavík 6,14 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Sumarið 2017 var sumar Valsmanna í Pepsi-deildinni og það þarf því ekki að koma neinum á óvart að margir leikmenn Íslandsmeistaranna séu meðal efstu manna í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis. Valsliðið á ekki bara tvo efstu mennina, því liðið á fjóra leikmenn á topp tíu, sjö leikmenn á topp tuttugu og 45 prósent af liði ársins hjá Fréttablaðinu og Vísi. Valsvörnin var öðrum fremur það sem lagði grunninn að fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins í tíu ár og tveir bestu leikmenn tímabilsins eru báðir í lykilhlutverkum í henni. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er leikmaður ársins en hann var með langhæstu meðaleinkunnina eða 6,93. Eiður Aron fékk sjö eða hærra í ellefu af fimmtán leikjum sínum og sýndi mikinn stöðugleika í sínum leik í allt sumar. Eiður Aron er 27 ára gamall Eyjamaður sem spilaði síðast í Pepsi-deildinni sumarið 2014 með ÍBV-liðinu en hefur reynt fyrir sér í Svíþjóð (Örebro SK), Noregi (Sandnes Ulf) og Þýskalandi (Holstein Kiel) sem atvinnumaður. Eiður Aron byrjaði ekki tímabilið með Val en hann fékk félagsskipti frá þýska C-deildarliðinu Holstein Kiel 17. maí.Eiður Aroon í fyrsta leik sínum með Val.Vísir/AntonLét hann sitja á bekknum í fyrstu leikjunumEiður Aron lék sinn fyrsta leik með Val í Pepsi-deildinni á móti KA 18. júní en liðið hélt þá hreinu í 1-0 sigri. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var þá búinn að bíða með hann á varamannabekknum í þremur leikjum í röð án þess að setja hann inn á völlinn. Héldu miklu oftar hreinu Eiður Aron leit hins vegar ekki til baka eftir að honum var afhent byrjunarliðssætið og spilaði síðustu fimmtán leikina. Það má segja að besti leikmaður ársins sé síðasta púslið í meistaravörnina hans Ólafs. Valsliðið hélt einu sinni hreinu í fyrstu sjö leikjum án hans (14 prósent leikja) en sex sinnum hreinu í fimmtán leikjum með hann innanborðs (40 prósent). Vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson varð annar í einkunnagjöfinni í sumar en reynsluboltinn var aðeins 0,01 á undan markakónginum Andra Rúnari Bjarnasyni úr Grindavík. Þriðji meðlimur Valsvarnarinnar inn á topp tíu var miðvörðurinn Orri Sigurður Ómarsson sem var í áttunda sætinu en brimbrjóturinn á miðjunni og helsti hjálparkokkur Valsvarnarinnar, Haukur Páll Sigurðsson, varð aftur á móti fimmti.Sjö Valsmenn á topp 20Það eru fleiri Valsmenn meðal efstu manna. Anton Ari Einarsson er efstur markvarða og miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er næsti maður inn á topp tíu. Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson, einn af óvæntu uppgötvunum sumarsins, er síðan sjöundi Valsmaðurinn inn á topp tuttugu. Það eru fleiri minni titlar sem menn tryggja sér. Eiður Aron er besti varnarmaðurinn, Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason besti sóknarmaðurinn, Blikinn Gísli Eyjólfsson besti miðjumaðurinn og Valsmaðurinn Anton Ari Einarsson besti markvörðurinn. Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson var besti gamli maðurinn (34 ára og eldri) en Fjölnismaðurinn Birnir Snær Ingason besti ungi leikmaðurinn (21 árs eða yngri). FH-ingurinn Steven Lennon var síðan besti erlendi leikmaður Pepsi-deildarinnar.Hér má sjá fimm Valsmenn umkringja KA-manninn Almar Ormarsson. Allir fimm voru meðal 23ja efstu í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Þeir eru Haukur Páll, Eiður Aron, Sigurður Egill, Bjarni Ólafur og Anton Ari. Vísir/AntonBesti leikmaður ársins:(Lágmark að fá einkunn í 14 leikjum) 1. Eiður Aron Sigurbjörnsso, Valur 6,93 2. Bjarni Ólafur Eiríksson, Valur 6,65 3. Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 6,64 4. Gísli Eyjólfsson, Breiðablik 6,62 5. Haukur Páll Sigurðsson, Valur 6,58 5. Guðjón Baldvinsson, Stjarnan 6,58 7. Steven Lennon, FH 6,55 8. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV 6,50 8. Orri Sigurður Ómarsson, Valur 6,50 8. Hilmar Árni Halldórsson, Stjarnan 6,50 11. Guðjón Pétur Lýðsson, Valur 6,43 12. Birnir Snær Ingason, Fjölnir 6,41 13. Sindri Snær Magnússon, ÍBV 6,40 13. Kwame Quee, Víkingur Ó. 6,40 15. Anton Ari Einarsson, Valur 6,36 16. Pablo Punyed, ÍBV 6,33 16. Christian Martinez, Víkingur Ó. 6,33 16. Atli Arnarsson, ÍBV 6,33 19. Einar Karl Ingvarsson, Valur 6,29 19. Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 6,29 19. Þórður Þorsteinn Þórðarson, ÍA 6,29 22. Baldur Sigurðsson, Stjarnan 6,27 23. Sigurður Egill Lárusson, Valur 6,24 24. Haraldur Björnsson, Stjarnan 6,22 25. Dion Acoff, Valur 6,20 26. Damir Muminovic, Breiðablik 6,18 27. Daníel Laxdal, Stjarnan 6,17 28. Alex Freyr Hilmarsson, Víkingur R. 6,14 29. Jósef Kristinn Jósefsson, Stjarnan 6,14 29. Kristijan Jajalo, Grindavík 6,14
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira