„Leyndardómsfullu fólksflutningarnir“ hvorki flokknum né frambjóðendum til framdráttar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2017 15:31 Álftamýri 73 er samkvæmt Þjóðskrá lögheimili fjölmargra ungra sjálfstæðismanna úr nágrannasveitafélögum Reykjavíkur. Það er þó aðeins á blaði. Vísir/Anton Brink Rúmlega 550 manns sóttu um aðalsæti fyrir hönd Heimdallar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sem fram fer á Eskifirði um helgina. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur 263 sæti á þinginu eða 45 prósent þingsætanna 585. Því mun aðeins helmingur þeirra sem sóttu um aðalsæti fá að kjósa á þinginu. Nokkur spenna ríkir fyrir þinginu þar sem kosið verður til formanns. Í framboði eru Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson. Borið hefur á því að fjölmargir ungir sjálfstæðismenn, eða vinir ungra sjálfstæðismanna, hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur til að reyna að komast á þingið.Ísak Rúnarsson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.VÍSIR/STEFÁNÞannig fluttu á dögunum sjö ungir karlmenn lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík. Hið sama er að segja um sex ungmenni sem nýlega voru skráð til heimilis að Skildinganesi 18 í Skerjafirðinum. Ekkert bendir til þess að unga fólkið búi þar heldur aðeins flétta til að geta sem Reykvíkingur skráð sig sem fulltrúi Heimdalls á þingið um helgina. Dæmin ku vera mun fleiri. Ingvar Smári, frambjóðandi til formanns, hefur fullyrt að stjórn Heimdalls sé heilshugar á bak við Ísak Rúnarsson. Hafi stjórn Heimdalls gætt þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Ísaks. Í tilkynningu frá stjórn Heimdalls segir að Heimdallur sé ekki yfir gagnrýni hafinn. Ákveðið hafi verið að skila nýjum lista þeirra 263 sem fá atkvæðisrétt á þinginu til SUS. SUS hafi til klukkan fimm síðdegis að samþykkja listann.Ingvar Smári Birgisson, frambjóðandi til formanns SUS.Stjórn Heimdalls segir afar leitt að geta ekki orðið við beiðnum allra sem þingið vilja sækja. Rúmlega helmingur umsækjenda mun ekki hljóta aðalsæti á þinginu. Kerfið sé skaðlegt, bæði fyrir starf ungmennafélag sem og flokkinn. Varla komi til þess að sambandsþing sé haldið án þess að atburðir liðinna vikna eigi sér stað. Er þar vísað til hinna „leyndardómsfullu fólksflutninga“ sem Vísir hefur fjallað um. Það sé hvorki frambjóðendum né flokknum til framdráttar. Stjórn Heimdallar vilji opna þingið og breyta þessu „fráleita kerfi“. Sem fyrr segir fer þingið fram á Eskifirði um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skráning er á föstudaginn og verður slegið upp teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, um kvöldið. Á laugardeginum er málefnastarf, afgreiðslna ályktana og spjall við ráðherralið Sjálfstæðisflokksins sem mætir til Eskifjarðar, öll sem eitt. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í Valhöll og „áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna“ í Valhöll fram á nótt. Á sunnudeginum er svo gengið til kosninga þar sem meðal annars nýr formaður verður kjörinn. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar hér. Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Rúmlega 550 manns sóttu um aðalsæti fyrir hönd Heimdallar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna sem fram fer á Eskifirði um helgina. Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur 263 sæti á þinginu eða 45 prósent þingsætanna 585. Því mun aðeins helmingur þeirra sem sóttu um aðalsæti fá að kjósa á þinginu. Nokkur spenna ríkir fyrir þinginu þar sem kosið verður til formanns. Í framboði eru Ingvar Smári Birgisson og Ísak Rúnarsson. Borið hefur á því að fjölmargir ungir sjálfstæðismenn, eða vinir ungra sjálfstæðismanna, hafi flutt lögheimili sitt til Reykjavíkur til að reyna að komast á þingið.Ísak Rúnarsson, frambjóðandi til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna.VÍSIR/STEFÁNÞannig fluttu á dögunum sjö ungir karlmenn lögheimili sitt að Álftamýri 73 í Reykjavík. Hið sama er að segja um sex ungmenni sem nýlega voru skráð til heimilis að Skildinganesi 18 í Skerjafirðinum. Ekkert bendir til þess að unga fólkið búi þar heldur aðeins flétta til að geta sem Reykvíkingur skráð sig sem fulltrúi Heimdalls á þingið um helgina. Dæmin ku vera mun fleiri. Ingvar Smári, frambjóðandi til formanns, hefur fullyrt að stjórn Heimdalls sé heilshugar á bak við Ísak Rúnarsson. Hafi stjórn Heimdalls gætt þess við val á lista sinn að útiloka þá frá þinginu sem ekki eru yfirlýstir stuðningsmenn Ísaks. Í tilkynningu frá stjórn Heimdalls segir að Heimdallur sé ekki yfir gagnrýni hafinn. Ákveðið hafi verið að skila nýjum lista þeirra 263 sem fá atkvæðisrétt á þinginu til SUS. SUS hafi til klukkan fimm síðdegis að samþykkja listann.Ingvar Smári Birgisson, frambjóðandi til formanns SUS.Stjórn Heimdalls segir afar leitt að geta ekki orðið við beiðnum allra sem þingið vilja sækja. Rúmlega helmingur umsækjenda mun ekki hljóta aðalsæti á þinginu. Kerfið sé skaðlegt, bæði fyrir starf ungmennafélag sem og flokkinn. Varla komi til þess að sambandsþing sé haldið án þess að atburðir liðinna vikna eigi sér stað. Er þar vísað til hinna „leyndardómsfullu fólksflutninga“ sem Vísir hefur fjallað um. Það sé hvorki frambjóðendum né flokknum til framdráttar. Stjórn Heimdallar vilji opna þingið og breyta þessu „fráleita kerfi“. Sem fyrr segir fer þingið fram á Eskifirði um helgina og stendur frá föstudegi til sunnudags. Skráning er á föstudaginn og verður slegið upp teiti í Valhöll, félagsheimili Eskfirðinga, um kvöldið. Á laugardeginum er málefnastarf, afgreiðslna ályktana og spjall við ráðherralið Sjálfstæðisflokksins sem mætir til Eskifjarðar, öll sem eitt. Um kvöldið er hátíðarkvöldverður í Valhöll og „áframhaldandi glens og grín að hætti ungra sjálfstæðismanna“ í Valhöll fram á nótt. Á sunnudeginum er svo gengið til kosninga þar sem meðal annars nýr formaður verður kjörinn. Áhugasamir geta kynnt sér dagskrána nánar hér.
Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir