Merki um tröllvaxið svarthol nærri miðju Vetrarbrautarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 22:05 Risasvartholið Sagittarius A* er í miðju Vetrarbrautarinnar. Nærri miðjunni virðist annað en minna risasvarthol vera að finna. Getty/ NASA/CXC/MIT/F. Baganoff et al Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian. Vísindi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Japanskir vísindamenn telja sig hafa fundið vísbendingar um tilvist svarthols sem er hundrað þúsund sinnum massameira en sólin okkar í gasskýi nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Gasskýið þar sem risasvartholið er talið fela sig er um tvö hundruð ljósárum frá miðju Vetrarbrautarinnar og er um 150 milljón milljónir kílómetrar að breidd. Hreyfingar gassins í skýinu hafa valdið vísindamönnum heilabrotum en athuganir hafa bent til þess að það ferðist mishratt, að því er segir í frétt The Guardian. Rannsóknir japönsku vísindamannanna með Alma-sjónaukanum í Síle gefa til kynna að líklegasta skýringin á hreyfingu gassins sé ógnarsterkur þyngdarkraftur tröllvaxins svarthols. Verði fundur vísindamannanna staðfestur er um annað stærsta svarthol sem fundist hefur í Vetrarbrautinni að ræða. Aðeins risasvartholið Sagittarius A* í miðju hennar er stærra. Massi þess er á við fjórar milljónir sóla.Vísindamenn nota röntgenbylgjur sem svarthol gefa frá sér til að koma auga á þau. Myndin var tekin með Chandra-röntgensjónaukanum af Sagittarius A*.NASA/UMass/D.Wang et al.Gæti verið kjarni fornrar dvergvetrarbrautarMinni svarthol eru tiltölulega algeng í Vetrarbrautinni. Þau myndast við dauða gríðarlega massamikilla stjarna. Uppruni risasvarthola eins og þess sem er í miðju Vetrarbrautarinnar og flestra vetrarbrauta í alheiminum hefur aftur á móti verið stjörnufræðingum ráðgáta. Kenningar hafa verið um að minni svarthol renni saman og myndi á endanum ferlíki eins og Sagittarius A*. Fram að þessu hafa þó engin dæmi um nokkurs konar „millistærð“ svarthola sem gæti stutt þá kenningu fundist. Tomoharu Oka, stjörnufræðingur við Keio-háskólann í Tókýó og einn vísindamannanna sem telja sig hafa fundið svartholið, segir að svartholið gæti verið kjarni gamallar dvergvetrarbrautar sem Vetrarbrautin gleypti í sig þegar hún var að myndast fyrir milljörðum ára „Stjarneðlisfræðingar hafa verið að safna athugunum um massa svarthola og risasvarthola í áratugi en jafnvel þó að við teljum að þau stærri vaxi út frá þeim minnstu þá höfum við aldrei haft skýrar vísbendingar um svarthol með massa á milli þessara öfga,“ segir Brooke Simmons, stjörnufræðingur við Kaliforníuháskóla sem átti ekki þátt í rannsókninni, við The Guardian.
Vísindi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira