Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Kristján Már Unnarsson skrifar 21. maí 2017 20:45 Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar grafískar myndir af því hvernig þessi tröllauknu mannvirki gætu litið út. Í Noregi er yfir þúsund firðir, þeir gerðu Norðmenn að mestu siglingaþjóð veraldar, en í nútímasamgöngum teljast þeir hindrun, og þar hafa bílferjur verið helsta lausnin. Fyrir sex árum mörkuðu norsk stjórnvöld þá stefnu að gera ferjulausan bílveg um vesturströndina milli Kristjánssands og Þrándheims fyrir árið 2030, til að stytta ferðatímann um helming, úr 21 klukkustund niður í 11 klukkustundir. Þar er Sognfjörðurinn, stærsti fjörður Noregs, mesta áskorunin, en þar sem best er talið að þvera fjörðinn er hann 3.700 metra breiður og 1.300 metra djúpur, sem er of mikið dýpi til að unnt sé að grafa hefðbundin jarðgöng í bergi undir fjörðinn.Hengibrú yfir Sognfjörðinn yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi.Grafík/Statens vegvesen.Norska vegagerðin, Statens vegvesen, skoðar nú þrjár lausnir. Í fyrsta lagi hengibrú sem yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi, næstum tvöfalt lengra en það sem lengst þekkist í heiminum í dag. Í öðru lagi fljótandi hengibrú með þremur brúarhöfum en tveimur flotstöplum, en sú lausn byggir á tækniþekkingu Norðmanna við olíuborpalla.Rörgöngin myndu fljóta á 20 metra dýpi undir yfirborði. Tvenn samhliða göng yrðu lögð.Grafík/Statens vegvesen.Þriðja lausnin er sú sem Norðmenn kalla rörbrú, en það eru steypt fljótandi rörgöng. Tveimur samliggjandi rörum, fjögurra kílómetra löngum, yrði sökkt niður á 20 metra dýpi, en haldið uppi með mörgum stórum flotholtum á yfirborði fjarðarins. Upplifun vegfarenda yrði væntanlega sú sama og að aka um venjuleg jarðgöng, en það er svo annað mál hvort menn þyrðu að aka í gegnum fljótandi steypurör, vitandi af skipum siglandi fyrir ofan. Stór flotholt myndu halda göngunum á floti nægilega djúpt undir yfirborði svo skip geti siglt um fjörðinn.Grafík/Statens vegvesen.En ef Norðmönnum tekst þetta, þá gætu Vestmannaeyingar kannski farið að láta sig dreyma. Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar grafískar myndir af því hvernig þessi tröllauknu mannvirki gætu litið út. Í Noregi er yfir þúsund firðir, þeir gerðu Norðmenn að mestu siglingaþjóð veraldar, en í nútímasamgöngum teljast þeir hindrun, og þar hafa bílferjur verið helsta lausnin. Fyrir sex árum mörkuðu norsk stjórnvöld þá stefnu að gera ferjulausan bílveg um vesturströndina milli Kristjánssands og Þrándheims fyrir árið 2030, til að stytta ferðatímann um helming, úr 21 klukkustund niður í 11 klukkustundir. Þar er Sognfjörðurinn, stærsti fjörður Noregs, mesta áskorunin, en þar sem best er talið að þvera fjörðinn er hann 3.700 metra breiður og 1.300 metra djúpur, sem er of mikið dýpi til að unnt sé að grafa hefðbundin jarðgöng í bergi undir fjörðinn.Hengibrú yfir Sognfjörðinn yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi.Grafík/Statens vegvesen.Norska vegagerðin, Statens vegvesen, skoðar nú þrjár lausnir. Í fyrsta lagi hengibrú sem yrði sú lengsta í heimi, með 3.700 metra brúarhafi, næstum tvöfalt lengra en það sem lengst þekkist í heiminum í dag. Í öðru lagi fljótandi hengibrú með þremur brúarhöfum en tveimur flotstöplum, en sú lausn byggir á tækniþekkingu Norðmanna við olíuborpalla.Rörgöngin myndu fljóta á 20 metra dýpi undir yfirborði. Tvenn samhliða göng yrðu lögð.Grafík/Statens vegvesen.Þriðja lausnin er sú sem Norðmenn kalla rörbrú, en það eru steypt fljótandi rörgöng. Tveimur samliggjandi rörum, fjögurra kílómetra löngum, yrði sökkt niður á 20 metra dýpi, en haldið uppi með mörgum stórum flotholtum á yfirborði fjarðarins. Upplifun vegfarenda yrði væntanlega sú sama og að aka um venjuleg jarðgöng, en það er svo annað mál hvort menn þyrðu að aka í gegnum fljótandi steypurör, vitandi af skipum siglandi fyrir ofan. Stór flotholt myndu halda göngunum á floti nægilega djúpt undir yfirborði svo skip geti siglt um fjörðinn.Grafík/Statens vegvesen.En ef Norðmönnum tekst þetta, þá gætu Vestmannaeyingar kannski farið að láta sig dreyma.
Tengdar fréttir Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45 Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Norðmenn áforma jarðgöng fyrir skip Fyrstu jarðgöng veraldar fyrir skip eru nú í undirbúningi í Noregi. Þeim er ætlað að sneiða framhjá einni hættulegustu siglingaleið Evrópu, leiðinni fyrir Stað. 19. nóvember 2014 19:45
Fegursta brú Noregs tengir Íslendinga við fornsögurnar Hún hefur verið kjörin fegursta brú Noregs og er eitt helsta stolt Norðmanna. Þetta er Hálogalandsbrúin, og svo skemmtilega vill til að hún tengir Íslendinga nútímans við fornsögurnar. 20. nóvember 2011 20:00
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30
Samþykkja að setja 1000 milljarða norskra króna í samgöngur á næstu tólf árum Norska ríkisstjórnin, með stuðningi þeirra tveggja flokka sem verja hana falli, hefur samþykkt nýja samgönguáætlun fyrir Noreg til næstu tólf ára. 2. mars 2017 15:30