Gríðarleg eyðilegging í norðurhluta Kaliforníu Þórdís Valsdóttir skrifar 10. október 2017 23:41 Eyðileggingin hefur verið gífurleg í borginni Santa Rosa. Rúmlega 175 þúsund manns búa í borginni sem er staðsett um 80 kílómetra frá San Fransisco Google Maps/CHP Golden Gate Division Í þrjá daga hafa gríðarlegir skógar- og kjarreldar geysað í norðurhluta Kaliforníuríkis og hafa alls 433 ferkílómetrar lands brunnið. Eldarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Eldarnir eru 17 talsins og þeir stærstu eru í Sonoma, Napa og Mendocino sýslum. Eldarnir hafa eyðilagt um tvö þúsund byggingar og hafa yfir hundrað manns leitað á sjúkrahús á svæðunum þar sem eldarnir geysa. Yfirvöld í Kaliforníuríki hafa staðfest að fimmtán manns hafa látið lífið í eldunum, þar af níu í Sonoma-sýslu og um 20.000 hafa flúið heimili sín. Þá er um 180 manns saknað í Sonoma-sýslu. Ken Pimlott, slökkviliðsstjóri í Kaliforníu, sagði í viðtali við fréttastofu CNN að verið væri að rannsaka upptök eldanna. „Það er of snemmt að segja til um það hvort einhverjir eldanna séu af mannavöldum,“ sagði Pimlott og bætti við að líkurnar á því væru fremur litlar. Yfirvöld búast við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum og sterkir vindar á svæðunum gætu gert slökkviliði erfitt fyrir að hafa stjórn á eldunum. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Í kjölfar þess heimsótti Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, neyðarhjálparmiðstöð Kaliforníuríkis og tilkynnti að Trump hefði samþykkt beiðni Brown. Tengdar fréttir Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08 Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Í þrjá daga hafa gríðarlegir skógar- og kjarreldar geysað í norðurhluta Kaliforníuríkis og hafa alls 433 ferkílómetrar lands brunnið. Eldarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu í helstu vínhéruðum ríkisins. Eldarnir eru 17 talsins og þeir stærstu eru í Sonoma, Napa og Mendocino sýslum. Eldarnir hafa eyðilagt um tvö þúsund byggingar og hafa yfir hundrað manns leitað á sjúkrahús á svæðunum þar sem eldarnir geysa. Yfirvöld í Kaliforníuríki hafa staðfest að fimmtán manns hafa látið lífið í eldunum, þar af níu í Sonoma-sýslu og um 20.000 hafa flúið heimili sín. Þá er um 180 manns saknað í Sonoma-sýslu. Ken Pimlott, slökkviliðsstjóri í Kaliforníu, sagði í viðtali við fréttastofu CNN að verið væri að rannsaka upptök eldanna. „Það er of snemmt að segja til um það hvort einhverjir eldanna séu af mannavöldum,“ sagði Pimlott og bætti við að líkurnar á því væru fremur litlar. Yfirvöld búast við því að tala látinna muni hækka á næstu dögum og sterkir vindar á svæðunum gætu gert slökkviliði erfitt fyrir að hafa stjórn á eldunum. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sendi Donald Trump forseta bréf í gær þar sem hann óskaði eftir aðstoð alríkisstjórnarinnar vegna umfangs skógareldanna. Í kjölfar þess heimsótti Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, neyðarhjálparmiðstöð Kaliforníuríkis og tilkynnti að Trump hefði samþykkt beiðni Brown.
Tengdar fréttir Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08 Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37 Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Óttast að fleiri hafi farist í skógareldunum í Kaliforníu Skógareldatímabilið hefur leikið vestanverð Bandaríkin grátt síðustu daga og vikur. 10. október 2017 15:08
Tíu látnir í eldum í vínhéruðum Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stóru svæði í norðurhluta ríkisins. 10. október 2017 07:37
Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu Kjarr- og skógareldar geysa í norðurhluta Kaliforníuríkis. 9. október 2017 23:32