West Brom hefur fest kaup á framherjanum Jay Rodriguez frá Southampton. Kaupverðið er 12 milljónir punda.
Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, hefur lengi haft augastað á Rodriguez og hefur nú loksins landað honum.
Rodriguez sló gegn tímabilið 2014-15 þegar hann skoraði 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni.
Undir lok þess sleit hann krossband í hné og missti þ.a.l. af öllu næsta tímabili. Meiðslin gerðu einnig út um vonir Rodriguez að fara með enska landsliðinu á HM í Brasilíu 2014.
Rodriguez hefur ekki náð fyrri styrk eftir meiðslin og átti ekki fast sæti í byrjunarliði Southampton á síðasta tímabili.
Hinn 27 ára gamli Rodriguez er uppalinn hjá Burnley og lék með liðinu þangað til hann fór til Southampton árið 2012. Hann lék alls 126 leiki og skoraði 35 mörk fyrir Dýrlingana.
West Brom endaði í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Pulis tókst loks að landa Rodriguez

Tengdar fréttir

Dýrlingarnir búnir að klára fyrstu sumarkaupin
Southampton hefur gengið frá kaupunum á pólska miðverðinum Jan Bednarek frá Lech Poznan. Hann skrifaði undri fimm ára samning við Southampton.