Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Katrín og Guðmundur eru vinir til margra ára. Engu að síður kom símtalið Guðmundi á óvart. vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50