Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Katrín og Guðmundur eru vinir til margra ára. Engu að síður kom símtalið Guðmundi á óvart. vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50