Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. desember 2017 07:00 Katrín og Guðmundur eru vinir til margra ára. Engu að síður kom símtalið Guðmundi á óvart. vísir/Ernir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, er ekki kjörinn þingmaður. Hann fékk símtal frá Katrínu Jakobsdóttur snemma á miðvikudag. Erindið var að spyrja Guðmund hvort hann hefði áhuga á að gerast umhverfisráðherra. „Við Katrín höfum þekkst lengi. Þannig að það kom í sjálfu sér ekkert á óvart að hún skyldi hringja. En erindið var eitthvað sem ég hafði ekki átt von á,“ segir Guðmundur Ingi um símtalið örlagaríka. „Ég fór á fundinn hjá VG þar sem ég gat kynnt mér stjórnarsáttmálann. Eftir að hafa séð hann og talað aftur við Katrínu um kvöldið ákvað ég að ég væri tilbúinn i þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Eftir þingflokksfund í gær kom svo í ljós að hann yrði ráðherra. „Þannig að þetta var skjótur aðdragandi,“ bætir Guðmundur Ingi við en Fréttablaðið náði sambandi við hann þegar hann var að strauja sparigallann fyrir sinn fyrsta ríkisráðsfund. Guðmundur Ingi er stofnfélagi í VG og var virkur í starfi flokksins þar til fyrir sex til sjö árum, er hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Landvernd. Hann er menntaður líffræðingur frá HÍ. Síðan tók hann masterspróf í umhverfisfræðum frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur starfað hjá Landgræðslu ríkisins, Veiðimálastofnun og við umhverfisrannsóknir og kennslu, meðal annars við Háskóla Íslands.Sjá einnig: Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Guðmundur Ingi nefnir fimm atriði í stjórnarsáttmálanum varðandi sinn málaflokk sem honum finnst standa upp úr. Í fyrsta lagi að stofna eigi þjóðgarð á miðhálendi Íslands. „Ég er mjög ánægður með að gera eigi það með þverpólitískri aðkomu,“ segir hann. Í öðru lagi að það er lögð áhersla á loftslagsmálin, bæði að það eigi að reyna að ná samdrætti í takti við önnur Evrópuríki árið 2030 en ekki síður að stefna eigi að kolefnishlutleysi. Í þriðja lagi að það verði skrifuð orkustefna fyrir Ísland. „Rammaáætlun hefur að vissu leyti verið í lausu lofti af því að það var ekki nein orkustefna til að styðja við hana,“ segir hann. Í fjórða lagi að þjóðréttarlegum skuldbindingum varðandi Árósasamninginn verði hrint í framkvæmd. Í fimmta lagi að ráðist verði í friðlýsingar á grundvelli núgildandi rammaáætlunar. Margir höfðu búist við því að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, yrði ráðherra. „Ég hefði algjörlega verið tilbúin til þess. En þetta varð niðurstaða formanns og ég var tilbúin til þess að hlíta þeirri niðurstöðu. Það var hugur á að breikka þennan hóp og ekkert vitað hvernig færi með þá þingmenn sem ekki studdu stjórnarsáttmálann,“ segir Lilja. Hún segist hvorki vera sár né svekkt og ætlar að vinna með ríkisstjórninni að þeim verkefnum sem henni verða falin.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50