Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Granada í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið hélt hreinu og vann afar mikilvægan sigur.
Þá kom Las Palmas í heimsókn og Granada vann, 1-0. Það var Andreas Pereira sem skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti utan teigs í fyrri hálfleik.
Þetta var aðeins annar sigur Granada í 21 leik í deildinni. Liðið fer úr 20. sætinu í það 19. með sigrinum og er jafnt að stigum við Sporting Gijon sem er í 18. sæti.
Það eru fimm stig upp í liðið í 17. sæti.
Sverrir Ingi átti mjög góðan leik í vörn Granada í kvöld.
Sverrir Ingi og félagar upp úr botnsætinu
Henry Birgir Gunnarson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti




Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti




Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti
